Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.


























     
Jóna Rúna miðill, svarar bréfi "Fjólu"

Sifjaspell ómannúðleg


Kæra Jóna Rúna!
Ég ætla að biðja þig um að ráðleggja mér heilt. Ég er kona á miðjum aldri og hef verið í haltu mér slepptu mér sambandi í nokkur ár eða síðan nokkrum árum eftir að ég skildi við manninn minn fyrrverandi. Þegar ég og núverandi félagi minn vorum búin að vera saman í töluvert lengi setti ég honum tvo kosti. Annað hvort færum við að búa saman eða létum samandið rofna. Ég flutti reyndar til hans í framhaldi af þessu, þar sem hann bjó hjá ættingja. Þegar gestir komu mátti ég hvorki sjást né láta í mér heyra. Hann hefur ekki haft ekki fyrir því að kynna mig ættingjum sínum.

Við fórum svo að búa saman,
ef sambúð skildi kalla á mínum vegnum. Hann á reyndar líka íbúð og eitt og annað að auki, sem hann hefur eignast á þessum tíma sem hann hefur búið hjá mér. Hann passar sitt og telur sig vart hafa efni á að lifa. Hann hefur safnað miklum peningum á meðan við höfum búið saman. Þegar ég hef gert athugasemd við þennan ójöfnuð, þá verður hann reiður. Hann flutti t.d. út og heim aftur þegar ég leyfði mér að hafa skoðun á ákveðnu atriði, sem tengist loforði sem hann sveik. Fór bara í fýlu. Hann missir stjórn á skapi sínu af mjög litlu tilefni. Fyrir nokkru ákvað ég að reyna að slíta þessu, en það gengur illa. Ég er ákaflega bitur í dag og sé mikið eftir þessum árum, sem ég hef eytt í þessa ömurlegu sambúð. Fyrirverandi maðurinn minn var ofbeldishneigður og gekk iðulega í skrokk á mér, þannig að ég þurfti oft læknisaðstoð. Við skilnað okkar reyndi hann að eyðileggja flest fyrir mér. Ég hugsa mikið um hvort ég sé einskis virði og á erfitt með að einbeita mér í vinnu. Málið er að ég vil bara sofa og sofa og helst vita ekki af mér.

Að lokum vil ég segja þér,
að ég er alin upp við sifjaspell og var misnotuð af föður mínum. Ég hef alltaf verið svo vonlaus og aldrei getað svarað fyrir mig, þegar á mig er ráðist. Það virðist eins og ég lendi sífellt í því að aðrir misnoti mig á einhvern hátt og jafnvel níðist á velvilja mínum og varnarleysi. Hafi ég reynt einhverja vörn er ég kaffærð með það sama. Það er í mér reiði vegna ásakanna og meiðandi framkomu annarra og einnig vegna fortíðar minnar. Sjálfstraustið er mjög lágt og hefur reyndar aldrei verið mikið. Í dag er ég vinalaus og frekar vonlaus. Getur þú hjálpaðmér?
Fjóla


Þakka þér kærlega fyrir raunarlegt og afar einlægt bréf.
Ég get ekki annað en dáðst af hugrekki þínu í þessu viðkvæma ástandi, þegar þú eins vonlaus og hjálparvana og þú ert, ákveður að skrifa mér. Ég eins og þú skilur varð að breyta einu og öðru bæði í stíll þínu og frásögn, af því að ég óttast að þú kunnir að þekkjast að öðrum kosti. Umfjöllun mín er alls ekki hefðbundin eða á annan hátt tengd fagþekkingu. Ég nota eins og alltaf áður innsæi mitt, reynsluþekkingu og hyggjuvita til að íhuga og benda á eitt og annað sem mögulega getur reynst hentugt til viðmiðunar fyrir þig.

Stígamót, samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi
Í þínu tilviki er enginn vafi á, að þú verður að leita þér hjálpar þeirra sem búa yfir fagþekkingu og ekki síst reynslu sem er mikilvæg fyrir þá sem hafa mátt þola sifjaspell að fá að kynnast og læra af. Hjá þér einni og vonlausri gerist sennilega fátt sem byggir þig upp. Mér hafa borist fleiri bréf, sem fjalla meðal annars um hörmulegar afleiðingar sifjaspells og bið ég sendendur að sýna mér biðlund, ef eitthvað dregst að svara þeim.

Til eru samtök sem heita " Stígamót"
og eru þau fyrst og fremst ætlaðu þolendum kynferðislegs ofbeldis. Hjá "Stígamótum" er bæði hægt að fá persónulega ráðgjöf og jafnframt ýmis hjálpargögn, til að auka skilning okkar á þeim vágesti heimilanna sem sifjaspell eru.

Ég læt símanúmer þessarar þjónustu fylgja hér með, það er 626868.
og ég skora á alla þolendur sifjaspells eða annars konar kynferðislegs ofbeldis að snúa sér til starfsfólks " Stígamóta" í neyð sinni og leyta hjálpar og mögulegra leiðsagnar. Ég vil líka benda þeim sem hafa grun um að börn sín eða annarra búi við slíkt ofeldi að hringja óhrædd í starfsfólk þessara samtaka og segja frá grun sínum og þiggja ábendingar.

Alröng uppvaxtarskilyrði Þar sem ég álít að kynferðislegt ofbeldi það sem þú máttir búa við og þola í uppvextinum, kunni að vera undirrót vanda þíns tilfinninga- og félagslega sem fullorðinnar konu byrja ég umfjöllun mína þar. Þú endar bréfið á að benda á þetta mikilvæga upplýsingamynstur fortíðar þinnar eins og um sé að ræða einhvers konar aukaatriði. Sifjaspell eru hræðileg og hafa alltaf afleyðingar og venjulega hörmulegar fyrir fórnarlömb þeirra og eru vá sem vinna verður á.

Þetta eina atriði er örugglega
klár og afar skýr undanfari þess sem hefur gerst í lífi þínu síðar og lýsir mjög nákvæmlega hvers vegna líðan þín er eins og hún er í dag og verður, þar til þú ert búin að fá hjálp þeirra sem þennan bakgrunn þekkja. Sennilegt er að flest starfsfólk " Stígamóta", sé sjálft fyrrverandi fórnarlömb sifjaspella eða annars konar kynferðislegs ofbeldis. Þetta þýðir að starfsfólkið hefur öll skilyrði til að skilja vanda þinn og veita þér hyggilega leiðsögn.

Ég skil hins vegar elskuleg,
að þú eins og læðir þessum upplýsingu með í bréfi þínu til mín, vegna þess að þjáning þín og sennilega viðkvæmni við að viðurkenna við þér ókunna manneskju að faðir þinn sé sekur um að hafa gert æsku þína að kvalræði, er sennilega nánast óbærileg. Hver er fús til þess að viðurkenna að í föður okkar hafi búið versti óvinur okkar og lífsganga okkar jafnvel, þegar við er miðaldra eins og þú, sé endurspeglun á hörmungum þeim sem þessi maður leiddi yfir þig sem barn. Það að bregðast börnum á þennan grimmilega máta, er nánast ófyrirgefanlegt og þær refsi- eða meðferðaraðgerðir, sem ættu að viðgangast í þessu annars ágæta samfélagi okkar allra gagnvart glæp sem þessum ættu að vera mjög strangar.

Geðvilla eða siðblinda
Tilfinningalíf barns sem misnotað er kynferðislega af sínum nánustu er mjög aflagað og þekking þess á raunverulegum kærleika sennilega enginn, auk þess sem sjálfsmat þessarar þolenda er venjulegast alrangt og alls ekki í nokkru samræmi við augljósa hæfileika, getu eða greind. Aðferðir og atferli þeirra sem þannig ofbeldi ástunda, er sennilega margþætt og ákaflega einstaklings bundið hvernig þessu ofbeldi er fyrirkomið. Trúlega er erfitt að ákvarða hvort um sé að ræða hjá geranda hreina og klára geðvillu eða siðblindu nema hvort tveggja sé. Alla vega er um að ræða fullkomlega sjúkt atferli sem í eðli sínu er grimmdarlegt og fullkomlega ófyrirgefanlegt, auk þess að vera algjör valdníðsla. Aftur á móti er trúlegt að afleiðingar þess fyrir þolendur séu nokkuð svipaðar í grunneðli sínu, þó vissulega séu þær sennilega breytilegar trúlega eftir kyni, greind, og þroska viðkomandi þolanda.

Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum grimmdarleg valdníðsla
Kynlíf er ætlað fullorðnum, en alls ekki börnum og þaðan af síður á þeirri forsendu að um einhvern snefil af væntumþykju sé að ræða frá hendi gerandans til þolandans. Hvaða væntumþykja er samfara ósæmilegri og grimdarlegri hegðun við sitt eigið afkvæmi, sem byggist uppá valdníðslu í formi afbrigðilegra tilfinningatengsla og kynferðislegs ofbeldis? Akkúrat engin, heldur þvert á móti ef eitthvað er. Hvað sem öllum skökkum afleiðingu líður, breytir það ekki þeirri staðreynd að þú ert manneskja og meira segja mjög mikilvæg og átt fullan rétt á að fá viðurkenningu á þér sem slíkri, án þess að þurfa framar að sætta þig við aflagð og sjúkt tilfinningalíf annarra og valdafíkn, til að fá ást og umhyggju þá sem þér er samboðin og þú þráir.

Fyrsta forsenda heilbrigðis hvað þetta snertir,
er viðurkenning og ást þín á sjálfri þér óháð því hvað öðrum finnst um þig. Sjálfsást er nauðsynleg og hana verður þú að eignast og ekki seinna en núna. Án sjálfsástar erum við gagntekin af alls kyns sjálfsútskúfunar atferli sem vissulega dregur að okkur kolómögulega einstaklinga sem sjá í okkur hentug fórnarlömb fyrir sjálfs síns drottnunarþörf og harðstjóratilhneigingar, auk fyrirheita einhvers konar um leiðir í gegnum okkur til lausna á hvers kyns sjúklegri siðblinduhegðun þeirra og mistökum.

Sjálfsútskúfun og rangt sjálfsmat
Það er greinilegt að samskipti þín við karlmenn eru mjög aflöguð, sem þýðir að þar viðgangast en í þínum huga alvarlegar ranghugmyndir um sjálfs þíns ágæti, sem kviknuð í uppvextinum vegna framferðis föður þíns við þig. Kynlíf er ekki hugsað sem stjórnunartæki eða til að ýta undir hvers kyns valdaníðslu gerandans eins og öll afbrigðileg kynferðisleg áreitni við þolendur þannig kúgunar er. Ef við sættumst á að þær tilfinningar sem kvikna innra með okkur og tengjast væntanlegum lífsförunauti séu í lagi, þó þeim fylgi bæði sársauki og sjálfsútskúfun, þá erum við á mjög varhugaverðum leiðum frá upplagi okkar og jafnframt heilbrigðum kærleiksríkum tilfinningum til okkar sjálfra.

Raunverulegum tilfinningum sem eru heilbrigðar og jákvæðar á ekki að fylgja meiriháttar vanlíðan og sjálfsfyrirlitning, þá er eitthvað mikið aflagað. Ef við þekkjum ekki önnur tilfinningatengsl en þau sem byggjast uppá á kúgun og ofríki þess sem við teljum okkur elska, þá er hætt við að sama mynstur eða svipuð tengsl myndist áfram tengd væntanlegum lífsförunauti, jafnvel þó farið sé úr misheppnuðu sambandi í annað, sem í fyrstu virðist öðruvísi og jafnvel lofa góðu. Það sem gerist ef ekkert er lagað í sjálfsímyndinni í milli tíðinni sem hefur aflagast við röngu tengslin er, að alls kyns drottnunar og valdníðsla annarra verða áfram áþján á okkur, vegna þess að við kunnum ekki heppilegar sjálfvarnaraðgerðir.

Kúgarar þola ekki fólk sem rignir uppí nefið á
Ef við sem sagt náum ekki, að efla elsku okkar og trú á sjálf okkar persónu, er hætt við að við verðum auðveldar bráðir fólks sem haldið er einhvers konar afbrigðilegum tilfinningum og siðferði. Það lítur engin kúgari á manneskju sem rignir uppí nefið á, vegna þess að hún gefur engin fyrirheit um undirlægjuhátt eða björgunaráráttu, sem gagnast muni misheppnuðum eða aflöguðum persónuleika þess sem enga raunverulega ábyrgð vill hafa, en allt taka og nota sjálfum sér til framdráttar, hvort sem það eru aðstæður eða líkamleg og andleg samskipti við aðra og notar þá kúgun einhvers konar til að örva sig til dáða og fá fram vilja sinn.

Þetta er ágætt íhugunarefni fyrir þig elskuleg
og ef ég væri sem þú myndi ég leita jafnframt öðrum og mikilvægum leiðum fanga og líklegrar leiðsagnar í einhverjum þeim sjálfstyrkjandi bókum sem eru á markaðinum. Þessar bækur opna oft árangurríkar leiðir til sjálfsstyrkingar.

Drottunarþörf og valdafíkn harðstjóra
Ef við íhugum samband það sem þú ert í við sambýling þinn og t.d. berum það saman við samband það sem þú varst í við fyrrverandi maka þinn þá eru greinilega svipaðir hlutir að gerast með ögn öðrum útfærslum og enn ert þú efins um að þú eigir tilverurétt. Finnur til umkomuleysis og eigin vanmáttar. Finnst þú einskis virði.

Framkoma núverandi sambýlings
er mjög niðurlægjandi fyrir þig og þér er það fyllilega ljóst. Þess vegna gerir þú athugasemdir og útlistar fyrir honum hvað þér finnst athugavert við framkomu hans. Hann virðist ekkert sá athugavert við það, að misbjóða þér á öllum mögulegum sviðum sem alls ekki er nein vísbendingu ást á þér, heldur miklu fremur algjöran hæfileikaskort á að sjá eða skilja framkomu eða atferli sem er í eðli sínu rangt. Öll sú hegðun sem virðist einkenna hann gefur til kynna siðblindu.

Kúgunaraðferðir hans eru eru keimlíkar
aðferðum fyrrverandi maka þíns, þessi velur fýlu og nísku, ásamt almennri óvirðingu til að halda þér á mottunni og gerir þig sennilega á sama tíma tilfinningalega háða sér, þegar honum hentar að snúa að þér sínum blíðustu og mest sérmerandi hliðum til að halda þér við efnið og gera þig enn ruglaðri í rímunni hvað varðar þitt mat á hlutunum. Þetta er að sjálfsögðu drottnunarþörf og valdníðsla sem tengist alvarlegri siðblindu. Fyrrverandi maki barði þig jafnframt öðrum og álíka aðferðum og hinn til að neyða þig til undirgefni. Ef þú ættir ekki þessi aflöguðu uppvaxtarskilyrði að baki myndir þú alls ekki hafa látið þessa tvo harðstjóra meiða þig með þessum hætti.

Of hár þolþröskuldur afleiðing kúgunar
Vegna þess hvað þú hefur frá upphafi mátt sæta mikilli kúgun frá ástvinum þínum hefur þolþröskuldur þinn vaxið og styrkst óeðlilega, sem þýðir að það þarf töluvert til að ganga fyllilega fram af þér. Þú segist verða eitthvað svo varnarlaus þegar á þig er ráðist, sem er eðlilegt, þar sem samskipti þín við þína nánustu hafa flest frá upphafi miðast við að gera þig undirgefna með einhverjum hætti. Hafa reyndar miðast við að hunsa fullkomlega þinn eiginn vilja og viðhorf til sjálfrar þín.

Eðlilegast væri að þú hættir að hlýða
og gefa eftir í þeim málum sem bersýnilega tengjast einhvers konar kúgunaraðgerðum annarra þér til handa. Það er alrangt að láta skylda eða óskylda komast upp með það að beita okkur þvingunum og ofbeldi hvort sem það er and- eða líkamlegt. Sjálfsmat þitt er mjög lágt og því verður þú að breyta og þú breytir því ekki með því að vera í hvers kyns fórnarlambs hlutverkum í lífi og tilveru annarra, heldur eignast þú rétt sjálfsmat með auknum áhuga þínum á sjálfs þíns ágæti.

Ef þeir sem eru tengdir eða nánir þér geta ekki sætt sig við þig
á þeirri forsendu, að þú sér sérstök og áhugaverð manneskja, sem ert fullfær um að vera bæði sjálfstæð og öðrum óháð,auk þess að hafa fullan rétt á að hafa skoðanir, þrár, vilja og ýmsa drauma er enginn ástæða fyrir þig að halda í nein tengsl við þá. Best er að slíta öll tengsl sem bersýnilega eru fjötrandi og falla undir kúgun, enda eru þau ekki líkleg til að auka andlegan þroska okkar né örva innri vellíðan okkar. Flest tengsl sem byggjast uppá að eðlilegt sé að dragast að okkar án þess að þvinga okkur geta verið gagnleg.

Sjálfsstyrkingaraðgerðir mikilvægar
Best er því fyrir þig sennilega að leggja mikinn þrótt í sjálfs þíns andlegu uppbyggingu og spara þig hvergi. Byrja einfaldlega nýja og jákvæða næringarstefnu, sem miðar fyrst og fremst að því að þú fáir algjört endurmat á sjálfri þér. Mat sem byggist uppá persónulegum áhuga þínum fyrir þér eins og þú ert í upplagi þínu ósmituð af ranghugmyndum þeirra sem skilja ekki önnur tengsl við þig, enn þau sem þér eru ógeðfelld og byggja á einhvers konar tilraunum þeirra til að kúga þig og brjóta á bak aftur eðlilega sjálfstæðisþörf þína.

Sem sagt elskuleg ekki fleiri tilfinninga- eða líkamlega
harðstjóra inní tilveru þína til að grafa undan tiltrú þinni á eigið manngildi. Betra væri að leyta leiðsagnar og ábendinga hjá þeim sem þennan vanda skilja og þekkja, en gera örvæntingafullar tilraunir til að sofa hann frá þér tíma og tíma og finna að ekkert lagast heldur þvert á móti. Biturð þín er eðlileg vegna fortíðarinnar og reiðin líka, en á þessum tilfinningum þarf að vinna með skynsemi og umburðarlyndi og vertu viss það er sem betur fer hægt, ef vilji okkar sjálfra er fyrir hendi og leiðir þær sem við veljum til stuðnings eru jákvæðar og raunsæar. Það er hægt að losna við kúgara vertu viss.

Manngerð og möguleikar
Þú virðist í verunni jákvæð, einlæg og hjartahlý manngerð með stórt skap og dular en djúpar tilfinningar. Óöryggi er sennilega töluvert í upplagi þínu en hefur aukist að mun vegna þess ofbeldis sem þú hefur mætt frá neikvæðum áhrifavöldum í fortíð þinni. Þú virðist frekar næmur og sennilega listfengur einstaklingur, sem þarft að eiga markmið sem eru skapandi og frumleg til að keppa að. Iðjusemi og útsjónarsemi gætu verið eiginleikar í fari þínu sem þú ættir að gefa meira pláss í framkvæmdum þínum. Vilji er nokkuð sterkur, en þér hættir til að vera of tilfinningasöm og þannig lama hann óaðvitandi af og til. Þú gætir verið töluvert leitandi persóna sem verður sennilega að hafa gott jafnvægi í andlegum sem veraldlegum athöfnum þínum og þrám, ef þér á að líða vikilega vel. Þó þér kunni að finnast það furðulegt, þá virðustu hafa mjög gott viðskiptavit meðfætt, sem vissulega mætti nota. Þér er eðlilegt að rétta öðrum hjálparhönd og ert óspör á góðvild þína, ef þér finnst aðrir vera beittir óréttlæti.

Heimili og atvinna þurfa að vera í sem bestu jafnvægi,
ef þér á að líða vel. Þér gengur sennilega ekki of vel að sækja á í viðkynningu við aðra og gætir í þeim efnum verið óþarflega tortryggin og efins um að áhugi annarra sé raunverulegur. Þar eru bæði á ferðinni afleiðingar lífsgöngu þinnar og upplags, en jafnframt er trúlegt að þó uppvaxtarskilyrði hefðu verið önnur og fullkomnari hefðir þú samt fundið fyrir þessum veikleika, en kannski ekki eins mikið. Manneskja með jafn stórt skap og mikið stolt, er alls ekki undirgefin eða hlýðin að eðlisfari. Það er eitthvað sem er afleiðing af aflöguðum tilfinninga og samskipta tengslum liðinna ára. Þú gætir verið svolítið pjöttuð og eins ögn hégómleg.

Trú og það óræða í tilverunni gætu höfðað töluvert til þín.
Eins er ekkert ósennilegt að í þig geti hlaupið þrjóska ef aðrir bregðast þér eða sína þér fullkomna óvirðingu. Eðli þitt er friðsamt og laust við snobbirí og hroka. Mjög jákvæðar breytingar gætu átt sér stað í lífi þínu í kringum 92 til 93 og þau öfl og áhrif sem þá koma trúlega inní tilveru þína átt eftir að gjörbreyta allri lífsasfstöðu þinni og jafnvel að veraldlegur og sennilega starfslegur frami þinn aukist. Þú hefur býsna góð andleg þroskaskilyrði virðist mér líka.

Eða eins og sigursæla stelpan sagði eitt sinn í góðra vina hóp.
" Elskurnar mínar sjáið þig ekki breytinguna á mér síðan ég ákvað að gefa frá mér gengið sem ætlaði að breyta mér sjálfu sér til framdráttar. Fólk sem ekki vildi sættast á nærveru mína vegna mín heldur vegna sín einungis, sem vissulega var óþolandi, því það gerði mig óvirka, óvissa og hrygga, reyndar hamingjuvana."

Guð gefi þér þrótt og þor
til að leita þér gæfuríks stuðning í vilja
þínum til að hlú að þér á þinni eigin forsendu.

Með vinsemd Jóna Rúna


Póstur til Jónu Rúnu


.