Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.
Jóna Rúna miðill, svarar bréfi frá "Lilju"
Ósjálfráð dulræn skrift
Yfirskilvitleg reynsla
Við veltum flest fyrir okkur einu og öðru sem tengist því leyndardómsfulla í lífi okkar og tilveru. Flestir hafa upplifað einhverja dulræna reynslu í gegnum árin og virðist þá ekki skipta neinu máli hvort viðkomandi hefur áhuga eða trú á því leyndardómsfulla. Mér hafa borist ótal bréf á liðnum árum sem fjalla um yfirskilvitlega reynslu fólks. Við fjöllum að þessu sinni um bréf sem ung stúlka skrifar og kýs að kalla sig Lilju. Hún óskar m.a. leiðsagnar í sambandi við ósjálfráða skrift.
Skilaboð frá látnum og misgóð reynsla
,, Fyrir um það bil einu ári fór ég að verða vör við það, að þegar ég var að skrifa heimaverkefnin mín, að penninn fór eins og að hreyfast sjálfur, þar sem hann lá á milli fingra mér og á blaðið hjá mér komu alls kyns orð og heilar setningar einhvers konar skilaboða, sem ég tel vera frá látnum persónum sem vilja hafa einhver áhrif á mig,"segir Lilja sautján ára menntaskólastúlka sem hefur orðið fyrir margþættri reynslu í gegnum tíðinni sem henni þykir minna um margt á dulræn fyrirbæri og samband við látna. Hún er mjög áhugasöm um málefni sem falla undir það dulda og hefur þegar prófað eitt og annað því skylt.
Ég hef farið á fund nokkra miðla
og eins hef ég verið mjög áhugasöm um allt það sem tengist nýaldarsjónarmiðum.,"segir Lilja. ,,Ég hef mjög jákvæða reynslu þegar af allri minni leit og finnst þetta bauk mitt á flestan hátt hafa orðið mér til góðs í mínu daglega lífi. Það sem mér þykir skrýtið og leiðinlegt líka er að þessi nýja reynsla er stundum andstyggileg, þó erfitt sé að viðurkenna það.
Sérkennilegur kraftur og hugurinn heltekinn
Lilja lýsir í bréfi sínu þó nokkrum af þeim skilaboðum sem hafa komið og lætur þess jafnframt getið, að ef hún ætlar sér ekki tíma til þessara skrifa, þá sé engu líkara en það dragi úr henni allan mátt og hún verið eins og óvirk tímabundið.Hún finnur sig eins og rekna áfram á köflum. Ef hún í þessu ástandi sest niður með penna, þá kemur eins og sérkennilegur kraftur í hana sem verður þess valdandi að penninn hreyfist og blaðið fyllist af ótrúlegum upplýsingum um furðulegustu hluti. Áfram heldur hún og segir ,,Það sem mig langar að spyrja þig um, kæra Jóna Rúna, er hvort þetta fikt mitt sé eitthvað hættulegt og hvort það geti þá haft einhver neikvæð áhrif á líf mitt, ef ég held þessu áfram. Ég er þó nokkuð heltekin af þessari upplifun,segir "Lilja" dálítið áhyggjufull.
Formælingar og göfugmæli
Hún ræðir mikið í bréfinu hitt og þetta sem viðkemur þessum ósjálfráðu skrifum og sendir mér jafnframt ljósrit af tveim mjög ólíkum frásögnum sem hún segir vera frá látnum. Önnur er vægast sagt neikvæð og óhugguleg, því þar er má segja verið að klæmast gróflega og formæla hinum og þessum persónum sem enn þá eru lifandi. Hin frásögnin er öðruvísi. Bæði ljúf og jákvæð sem betur fer.
Það sem Lilju með því að senda mér þessi ljósrit er hugleikið að fá fram,
er hvort ég geti greint hvort um sömu látnu persónuna er að ræða eða tvær ólíkar.Hún heldur áfram og segir:," Ég er frekar einræn og bæld týpa og það er mikið um óreglu hér heima á móður minni. Systkini mín tvö, eru yngri og eldri en ég og ég hef lítinn félagsskap af þeim. Pabbi rekur fyrirtæki og er mjög lítið heima og talar sjaldan við mig, nema þá til að þrasa við mig um fáránlega hluti og sín sjónarmið.
Lífsleiði og vangaveltur um dauðann
Það er greinilegt að Lilja lifir mikið í sjálfs síns hugarheimi og á ekki mikil né sérlega jákvæð samskipti við sína. Það kemur fram að henni gengur sæmilega í skólanum og á þokkalega stóran vinahóp.Lífsleiði er eitt af því sem þjáir hana og hún hugsar ótæpilega um dauðann. Hún telur sig trúaða og frekar næma+,, Viltu elsku Jóna Rúna vera svo góð að leiðbeina mér. Ég hef lesið mikið af því sem þú skrifar og vill nota tækifærið til að segja þér að þú ert mjög sérstök og ég er ekki ein um að hafa þá skoðun á þér heyrist mér t.d. í skólanum. Takk fyrir allt og vonandi svarar þú mér sem allra fyrst," segir Lilja. Ég er þakklát henni fyrir að hvetja mig til frekari skrifa um sam-mannlegareynslu á minn máta.
Ókunn öfl og hjálpræði að utan
Það fer ekkert á milli mála að á liðnum árum hefur það hjálpræði sem kemur utan óneitanlega freistað fólks og kannski er það ekki tilviljun.Þar hefur kirkja og það andlega fræðsluafl sem hún á að vera ekki vegið þyngst á vogarskálunum því miður. Miklu fremur hvers kyns dulhyggja þar sem það leyndardómsfulla er býsna forvitnilegt að mati hins venjulega manns. Það er hægt að tala í óeiginlegum skilningi um andlega uppsveiflu í þessum sérstöku efnum. Rétt er þó að minnast þess að við verðum að gæta hófs í leit okkar að hjálpræði að utan sjálfum okkur til leiðsagnar og léttis af mismikilvægum tilefnum.
Náðarkraftur og kristin siðfræði
Vissulega erum við ákafari í andlegri leit okkar, ef illa árar í kringum okkur og ef við finnum okkur leið og niðurdregin. Lilja hefur verið sérlega áhugasöm hvað varðar það dulfræðilega og þegar kynnst ýmsu misjöfnu. Góðu sem slæmu.Einkalíf hennar hefur ósjálfrátt orðið til þess að kveikja þennan mikla áhuga, af því að það er ófullkomið og kærleiksvana.Við veltum flest fyrir okkur hvers konar fólk fæst við það dulfræðilega.Til glöggvunar vegna þessara vangaveltna okkar má segja sem svo, að eðlilegur sálrænn einstaklingur sé sá aðili dulrænn sem hefur fulla stjórn á aðstæðum sínum og athöfnum og það leyndadómsfulla truflar ekki hugsun hans eða tilfinningar.Mun frekar og miklu heldur styrkir hann og eflir sem manneskju.Það er einfaldlega langt frá því að viðkomandi sé aflagaður eða sjúkur eins og vantrúaðir vilja stundum meina. Hann býr einfaldlega yfir sjötta skilningarvitinu og hefur fengið í vöggugjöf náðargáfur sem eru mjög sérstakar og geta orðir heildinni ákaflega blessunnarríkar, ef þeim er beitt af kærleikshvetjandi afli og kristinni siðfræði öðrum til góðs.
Viðvaningar og kukl
Aftur á móti ef viðvaningur ætlar sér þjálfunar og hæfileikalaust að fara að ástunda hvers kyns dulfræðileg fyrirbæri eins og t.d. ósjálfráð skrift,geta hættur skapast vegna þessara ósýnilegu afla. Það er því full ástæða til að hvetja Lilju til að gæta að sér og helst að leyta sér nákvæmrar leiðsagnar hjá þeim sem kann betur með þessa krafta að fara en hún, vegna mikilla hæfileika og margþættrar þjálfunar. Hættur þær sem skapast fyrir þann sem fer út í kukl og einhvers konar dulfræðilega óráðsíu eru hreint ótrúlegar og aldrei of varlega farið.
Göfugmenni eða ruddi
Þau heimildargögn sem hún sendi mér benda staðfastlega á að ekki sé allt með feldu í þessari nýju reynslu hennar. Í einhverjum tilvikum skriftanna er augljóst, að um er að ræða einhverja vitsmunaveru, ólíka henni, sem virðist halda í hönd hennar og stýra bæði hugsuninni á bak við orðin og svo aftur pennanum í hönd hennar ósjálfrátt.Það getur verið dulrænt fyrirbæri. Það sem mér finnst óhuggulegt, ef þetta er rétt ályktað er, hvernig hugljúf vera, að því er virðist, getur á sama blaði í ósmekklegri umfjöllun frá fágaðri og göfugri sál eins og breyst úr engli í hreinan rudda sem klæmist og hugsar afbrigðilega.
Andrúmsloft óhuggulegra blekkinga
Stundum hefur því verið haldið fram að þær verur sem stýra hönd einhvers á þennan dulfræðilega máta villi á sér heimildir fyrst til að byrja með í einhverjum óskiljanlegum tilgangi.Þær virðist því fljótt á litið mjög elskuríkar og kærleikshvetjandi. Síðan þegar veran hefur náð að tengjast þeim sem pennann á, þá breytist skyndilega andrúmsloft skrifanna og megnasti óþverri fær þar líf og skelfir þann sem fyrirbærinu kemur að stað, sem myndi vera Lilja í þessu sérstaka tilviki. Hver tilgangur slíkra blekkinga er skal ásagt látið, en alla vega er nokkuð ljóst að ekki er hann hugsaður til að láta gott af sér leiða. Lilju finnst þó að einhverja góða leiðsögn hafi hún fengið, þó sýnilega eins og kemur fram í frásögn hennar hafi bólað a.m.k. í seinni tíð á öðru.
Misþroskaðar vitsmunaverur
Það er aldrei of varlega farið, þegar verið er að opna samband á milli heimanna við vitsmunaverur sem mögulega gætu búið yfir lágmarks persónuleikaþroska og einhverri annarri og ögn alvarlegri hegðun, en þeirri sem við eigum venjulega að venjast. Það er því mjög tvíeggjaður leikur sem hún er í.Þá er átt við að vera að fikta með öfl sem henni eru ókunnug, ómeðvituð um að þau geta verið í höndum viðvaninga stórhættuleg, enda yfirskilvitleg. Hitt er svo annað mál að merkileg bókmenntaverk blessunnarríkrar andlegar fræðslu og dulfræðilegrar handleiðslu hafa litið dagsins ljós á þennan sérstaka máta - þess yfirskilvitlega. Þetta er ljós staðreynd og kunn.
Klofinn hugur og jarðbundnar verur
Í Lilju tilviki hef ég sterkan grun um að tvennt sé í gangi í þessum málum. Annars vegar hefur einhver illa þroskuð, látin vera komið sér fyrir dulfræðilega í nálægð við hana, eiginlega inní orkusvið hennar eða andlegan hjúp sem oftast er kallaður blik eða ára og stjórnar þaðan af og til pennanum sem virðist þá hreyfast ósjálfrátt og fyrirhafnarlítið. Hins vegar eru þegar betur er að gáð eru þeir erfiðleikar sem hún er að kljást við í einkalífi sínu þau öfl sem víxlverkast innra með henni og við það leysist úr læðingi einhver óútskýranleg andleg orka. Þessar hræringar sálrænna sviptivinda geta svo eins og myndað huglægan pesónuleikaklofning sem fram-kallar skilyrði á atburðarás sem þessari.Hún er sennilega ómeðvitað, vegna of mikils tauga- og tilfinningaálags að losa um þrautafullan innri þrýsting.Trúlega óaðvitandi með sjálfsvarnarkerfi sálarinnar að hreinsa óþægindi út.
Tilfinningaleg og huglæg hreinsun.
Svo raunveruleg getur þessi atburðarrás orðið og sjálfvirk að einn partur persónuleika hennar veit ekki á milli hvað hinn eða hinir partarnir framkvæma. Blekkingarnar eru því algerar og undantekningarlaust ómeðvitaðar og svo raunverulegar að manneskjunni finnst eins og hún sé að upplifa stórkostlega dulræna reynslu, þegar hún í raunveruleikanum er einungis að upplifa tilfinningalega og huglæga hreinsun og lausn á þrautum. Þar er því vitanlega ekki um að ræða hæfileika sem tengjast því dulræna, heldur annan og ögn jarðbundnari veruleika í kjölfar viðkvæmrar reynslu í einkalífinu.
Margþætt öfl og tvíeggjuð
Lilja telur sjálf að þar sé hún að upplifa dulfræðilega reynslu sem sé bæði jákvæð og neikvæð. Ég tel aftur á móti að Lilja sé að upplifa í þessari reynslu jöfnum höndum dulræna reynslu og svo aftur hreina tilfinningalega og geðræna reynslu sem henni vex í augum að takast á við nema ómeðvitað.Eða eins og eins og dularfullar stúlkan sagði í gamni einu sinni við vini.+,,Elskurnar mínar, ég er steinhætt öllum dulfræðilegum rembingi síðan ég uppgötvaði hvað þessi öfl eru flestum framandi og tvíeggjuð að auki.Ég var, má segja, komin hálf hinu megin og sá ekkert nema dularfull tákn allsstaðar.Meira að segja fannst mér um tíma að kötturinn minn væri fyrrverandi jógi og talaði tungum. Við svo búið var mál að linni.