Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.
Þessi síða er tileinkuð verkum Jónu Rúnu Kvaran
Tal og tjáningarþörf hunda
Mynd: Nína Rúna Kvaran
MIKILVÆG STAÐREYND
Ekki er líklegt að allir séu sammála vangaveltum um það að hundar hafi mikla og eftirtektarverða líkamlega þörf fyrir að tjá sig á annan hátt en með kjassi og gelti. Það er mikilvæg staðreynd að tíkurnar Kola, Sunna og Sara sem eru heimilisfastar á Kambsveginum kunna að tjá sig á margan hátt ef þær sjá tilgang í því að eiga við eigendur sínar tjáningartal. Þeim gengur þó misjafnlega að koma hugmyndum sínum og lífsáhugamálum á framfæri.
'AHRIFARÍK OG AFDRÁTTARLAUS
Sunna er sú þeirra sem hefur bestu taltjáhæfnina.Hún er ljósgul labradortík og nánast hreinræktuð. Sunna er lífsglöð og lund hennar er einstaklega mild og jákvæð. Henni verður ekki brigslað um afburðagáfur eða slægð. Hún er einfaldrar gerðar í öllum aðalatriðum en tjáir sig þó áhrifaríkan og afdráttarlaust á afar eftirtektarverðan og skemmtilegan hátt. Hún bókstaflega talar sitt eigið hundamál sem byggist upp á skýrum og hljómmiklum hljóðum sem hvorki eru skerandi eða óskiljanleg.Bæði andlit og afgangur líkamans bókstaflega iða af lífi og blæbrigðum þegar hún reynir að vekja athygli á sínum sjónarmiðum.
MAGNÞRUNGIN BLÆBRIGÐI TILFINNINGA
Þessi einkennilega líkamlega tjáning er það afgerandi skýr og skilmerkileg að engum vafa er undirorpið að Sunna hefur komið sér upp sérstökum taltjáningarhætti sem gefur til kynna hvað vakir fyrir henni í samskiptum við húsbændur sína og aðra. Hún hummar einhvern veginn og rymur á magnþrungin og gólkenndan hátt. Með hljóðunum beitir hún látbragði sem aðallega liggur í hátíðlegum höfuðhreyfingum,viðhafnarkendum skottsveiplum og einlægu augnatilliti sem segir jafnframt og undirstrikar hluta af því sem henni liggur á hjarta. Enginn vandi er að skilja hana og oftast er hún að tjá með þessum hætti áhuga sinn fyrir útivist, mat eða auknum atlotum. Hún svarar einnig ákveðnum einföldum spurningum sem liggja t.d. í því hvort hún sé falleg og góð eða hvort hún þurfi að sinna ákveðnum frumþörfum eða langi í bita.
'A EKKI KEPPINAUTA
Blæbrigði tilfinninga sinna og athafnaþörf tjáir hún á þennan sérstaka líkamlega og hljómmikla hátt án þess að það missi marks sem hún óskar að gefa líf og vekja athygli á. Hún kann því vel að talað sé við hana og málin rædd í gamni og alvöru. Tíkin er afar skemmtileg að þessu sérstaka leyti og flestir sem kynnast henni hafa áhuga fyrir að eiga einmitt þess sérstöku taltjáskipti við hana. Auðvitað á hennar framandlega hundatungutak ekkert skylt við tungutak manna en jafnt sem áður er það óvenjulegt og skýrt og notast henni mjög vel ef þannig vill til. Sunna á ekki keppinauta heima fyrir. Hvorug hinna tíkanna stenst henni snúninginn að þess leyti þó vissulega séu þær málgefnar á sinn hátt.
ÖFGAFULL OG TAUMLAUS
Blendingurinn Kola tjáir sig á allt annan hátt. Hún er skarpur og slægur hundur sem kann að ná árangri ef henni er umhugað um að ganga fast á eftir hvort sem er blíðuhótum, ferðalögum eða mat. Hún notar gífurlega sterkan, tilfinningamikin tjáningarhátt sem er vælukenndur og á ákveðin hátt öfgafullur og taumlaus. Tjáningarþörf hennar er mikil og móðursýkisleg þegar hún t.d. tekur á móti húsbændum sínum eftir að þeir hafa verið að heiman. Þessum gífurlegu tilfinningum fylgja vælukennd hljóð sem undirstrikast í öfgafullum hreyfingum sem beinast í allar áttir. Þær enda þó venjulegast í ótal hringjum sem stöðvast ekki fyrr en öllum er ljóst að hún þarfnast líkamlegrar atlota og áhuga sinna.
NÝTUR FORRÉTTINDA
Kola getur líka tjáð sig á annan og leyndardómsfyllir hátt. Þegar hún kýs að ota sínum tota og vill komast út á flakk hingað og þangað um bæinn með húsbændum sínum, situr hún undir sig höfuðið á varfærnislegan hátt lítur að dyrunum og síðan á húsbónda sinn aftur og aftur með vonarglampa í augunum viss um að hinar tíkurnar átti sig ekki á að hún er að fara á bak við þær, því hún ætlast ekki til þess að þær njóti sömu forréttinda og hún.
TALAR SÍNA TIL
Tíkin er það skarpgreind að ætli hún sér að tjá sig um einhver mál og ná árangri þá hættir hún ekki við hálf unnið verk. Hún hreinlega tekur skýra afstöðu til málanna og gefur sig ekki þó það blási ekki byrlega fyrir henni í fyrstunni.Tíkin er lagin við að tala húsbændur sína til og kann á auðmjúkan og viðfelldin hátt sem er þó lúmskur og markviss, að ná sínum vilja fram ef því er að skipta. Það er gaman að því hvernig hún kemst upp með það að njóta ákveðinna forréttinda vegna eðlislægrar greindar og sterks innsæis. Hún beinlínis leiðir fólk til skilnings á þörfum sínum og áhugamálum.Kola kann að ota sínum tota.
VIÐKVÆM EN FREK
Sara sem er móðir Sunnu hefur minnstu tallipurðina. Hún á hinn bóginn er snillingur í látbragði og leiklist. Henni er tamt að gelta og jafnvel urra ef svo ber undir en virðist ekki hafa tileinkað sér tjáningu hrynjandans og hundatalsins. Hún er sniðug og vel viti borin en ákaflega heimarík og einráð. Ætli hún sér stóra hluti fyrir sig þá kemur hún þeim vilja á framfæri á listrænan og undurfurðulegan hátt. Tíkin bókstaflega sviðsetur atferli sem er áhugavekjandi og árangursríkt ef mikið liggur við og hana fýsir í aukna athygli eða aukabita. Hún er ákveðin og ágeng en auðmjúk og viðkæm þrátt fyrir að lunderni hennar sé öflugt og frekt.'
TEKUR AÐRA Á TILFINNINGUNUM
'I samskiptum er talhæfni Söru er nánast engin enda er hún hefðbundin hundur og ekki eins mennsk og hinar tvær. Hún getur þó með látbragði og leikkúnstum gefið ýmislegt til kynna og þó erfiðlega hafi gengið í fyrstu að átta sig á óskum hennar um frekari athygli og aðbúnað að hennar skapi.Það er þó ljóst að hennar tjáningarkerfi er skýrt og afdráttarlaust. Það liggur þó ekki í flóknum hreyfingum eða beinlínis blæbrigðaríkri hljóðhæfni eins og augljóst er í tilvikum Sunnu og Kolu. Sara spilar því sterkar á sektarkenndartilfinningar húsbændanna sinna. Segja má að hún fái ýmsu framgengt í gegnum sársaukafullt og tregablandið augntillit þegar langanir hennar og þrár eru annars vegar og nánast bera hana ofurliði.
I GÓÐU SAMBANDI VIÐ SÍNA
Óumdeilanlega hefur Sunna bestu og mestu hundatalgetuna en Kola hefur augljóslega heppilegustu samskiptafærnina. Hún lætur lítið yfir sér og spilar glögglega á þá sem í kringum hana eru ef hún þarf á því að halda. Skiptir þá engu máli fyrir hana hvort hún á samskipti við sér líka eða fólkið sem hún deilir vistarverum með. Það verður ekki annað sagt en að þessir þrír ferfætlingar hafi komið sínum á óvart. Það væri rangt að halda því fram að á heimili tíkanna ríkti ekki fjörug og fagmannleg tjáningarsamskipti. Þær eru óumdeilanlega í góðu taltjásambandi við sína.
MENN OG MÁLLEYSINGJAR
'I sannleika sagt er mjög áríðandi að örva þessa tjágetu hundanna því eftir því sem þær eru meira meðvitaðar um hvað þær geta fengið fram að því sem þeim þykir fengur í að njóta, því betur líður þeim og húsbændum þeirra jafnframt. Það er greinilegt að þó að eðlilega sé talað um menn- og málleysingja þar sem dýrin eru þá breytir það því ekki að þessar þrár tíkur eru hvorki mállausar né skoðana- eða viljalausar. Þeim tekst á sinn takmarkaða en þó árangursríkan hátt að koma sínum viðhorfum á framfæri og upplifa oftar en ekki árangur sem erfiði. Þær eru því lifandi og sáttar enda geta þær látið í sér heyra ef því er að skipta með góðum árangri.
PERSÓNUBUNDIN TJÁHÆFNI
Það er mjög mikilvægt að hundaeigendur leggi sig fram við að ígrunda vel og viturlega hvers konar táningaratferli hundurinn þeirra notar til þess að láta í ljós áhuga sinn á að framfylgja hinum ýmsu þörfum sínum og hugðarefnum. Það þarf í raun að læra á hundana sína eins og börnin sín. Hundar virðast byggja upp persónubundið tjáferli sem þarf að kynna sér eftir atvikum. Þeir eru ekki mállausir í eiginlegum skilningi og geta átt huglæg hljóðsamskipti við eigendur sína í mun ríkara mæli heldur en flestir álíta. Það er margsannað mál að hollusta hunda við eigendur sína er einstök og ef að þeir hafa eitthvað að segja sínum þá er að hlusta og gefa gaum að þeirra leiðum til athyglisverðra og nauðsynlegra tjásamskipta.Þeir eru tilfinningaríkir og mannelskir auk þess að vera fljótir að læra og tileinka sér það sem auðveldar þeim þægilegt samneyti við sína.Hundar leyna á sér!
Því miður féll Kola frá þann 13.ágúst 1999. Hennar er sárt saknað. Sendið henni góðar hugsanir þar sem hún er núna.