Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.

























     
Grín og gaman. Höfundur: Jóna Rúna
Hallgerður og raunhæfar ráðleggingar hennar

Tóta frænka í Breiðholtinu
er alveg á pinnanum þessa dagana. Þessi spákonusjúka frænka mín fór til einhverrar herfu sem sagði henni, að Óli kærastinn hennar sem er sjómaður, væri á kvennafari einhver staðar í Afríku. Kerlingargreyið er gjörsamlega aftengd og úr stuði. Hún sem hélt að það væri hægt að treysta þessum gutta. Sömuleiðis sagði hún henni, að ef hún hætti ekki að borða súkkulaði, þá mætti reikna með verulegum vandræðum af vafasömum toga þegar Óli kæmi heim. Tóta skilur ekki hvað manneskjan er eiginlega að gefa í skyn, því hún veit ekki betur en hún hafi grennst um heil 2 kíló af 120 mögulegum á fimm árum. Kerlingargreyið er alveg í kerfi.

Pabbi og mamma sitja upp með
hana hágrátandi öll kvöld. Ég sagði bara við hana að hætta þessu stressi og fara bara í eróbik þangað til stauturinn kæmi. Hún skildi bara æfa fimm kvöld í viku og um helgar líka ef hún gæti. Gangan svo eins og 2o kílómetra kvölds og morgna. Borða eins og þrjá súputenginga þrisvar á dag. Fara reglulega í gufubað alla eftirmiðdaga. Drekka fimmtán lítra af vatni á dag og gera öndunaræfingar þess á milli. Ef þetta myndi ekki bræða af henni eins og 3o kíló í hvelli, þá skildi hún skella sér í fótbolta og mætti þá alveg eiga gömlu íþróttaskóna mína ef hún fílaði það betur. Frænka fór að ráðum mínum og lenti á spítala.

Pabbi og mamma eru rosa fúl
út í mig og létu mig gefa sér stíft loforð um að ráðleggja hvorki vinum né vandamönnum neitt í fram­tíðinni. Ég verð bara að segja eins og er að ég veit ekki betur en manneskja hafi komist yfir allt prógramið og það stóð hvergi á listanum að hún ætti að missa meðvitund og leggjast inná spítala. Það ráð fann hún út sjálf. Manneskjan er svo rosalega stjórnsöm og ráðrík! Jóa vinkona segir að ég sé ofboðslega ráðagóð. Halli bróðir hennar hefur ekkert kíkt á skráargatið síðan ég sagði henni að setja puntustrá í gegnum það í hvert skipti sem hún héldi að þessi dóni væri að kíkja.

Stelpugreyið var á góðri leið
með að flytja að heiman, vegna þess að hann gaf öllu hverfinu skýrslu um hvað brjóstin á henni voru stór frá degi til dags. Sagði kannski: " Spjótin á henni Jóu hafa stækkað um tvo sentimetra í dag, þó mest eftir hádegi." Gatan var bara komin í biðröð við skráargatið, þegar ég fattaði þetta með stráið. Það má segja að ég hafi bjargað geðheilsu hennar og kærastans líka, pælið í því. Kalli strákurinn sem hún var með hélt hún væri kynóð, þegar hann fór að heyra sögurnar. Mér finnst ekki rétt að hætta að gefa ráð, því ég er greinilega með allt á hreinu.

Vonandi verð ég uppgötvuð fljótlega.
Ég er meiriháttar, það er á tæru.


Skrifað af: Jónu Rúnu Kvaran


Póstur til Jónu Rúnu

..