Gestabók
Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.
























     
Grín og gaman. Höfundur: Jóna Rúna
Mannræktin

Mannræktarnámskeiðið
Sénsinn. Eins og það sjái ekki allir að ég er með mjög væga léttgeggjun, en alls ekki geðræn vandamál eins og verið er að reyna að telja mér trú um. Þetta er yfirlýsing gamla gengisins eftir að ég fyllti svæði hérna heima af þetta tuttugu eða þrátíu hvítum músum í sjálfsvarnarskyni um daginn.

Glætan.
Ég meina ég var búin að vara þetta lið við. Mig langað að fá frið um síðustu helgi og æfa mig smá í jóga og hugrænni "platfótsíhugun", en gengið vildi ekki gefa íbúðina eftir. Glætan. Við erum á meiriháttar mannræktarnámskeiði krakkarnir og við verðum að æfa heima um helgar. Það sjá allir að það er mesta og besta plássið hérna á Nesinu.

Þess vegna böggaði ég
bara liðinu á götuna með hjálp músanna. Það er allt brjálað hérna heima og pabbi er búinn að fá geðlæki í málið. Familían var gómuð alvitlaus á laugardagskvöldi þarna um daginn út á grasinu hérna fyrir utan gargandi rosalega:" Hér er mús", aftur og aftur í kór. Eða þar til systurnar með hökudúninn í næsta húsi hringdu á lögguna og allt gegnið var á náttfötunum tekið fast með það sama og keyrt niður á stöð á nóinu.

Ég og mínir vinir
héldum náttúrlega áfram í okkar jóga, þó að þetta vesen í heimaliðinu væri rosalega pirrandi. Pælið í því að geðbilast svona þó nokkrar vel feitar hvítar mýs dansi smá á stofugólfinu. Glætan.Svo er sagt að ég eigi við geðrænvandamál að stríða. Þó sjá allir að ég er eina manneskjan hérna heima sem er ekki eitt stress. Hvað átti ég að gera annað en sleppa mýslunum lausum? Það var búið að biðja þetta lið að fara að heiman um kvöldið, en það böggaðist bara um allt húsið truflandi allt og alla.

Sénsinn.
Skammast maður sín eitthvað smá fyrir svona mannskap. Já. Og þá meina ég, þetta er ekkert eðlilega öfundsjúkt pakk. Þau vilja fá allt fyrir ekki neitt. Það átti bara að fara í mannræktina með mér og krökkunum og þykjast vera hálfheilög. Ég læt sko ekki ljúga sig inní svona dæmi. Það sjá allir að pabbi er nú ekkert heilagur eins og hann er lúmskur. Hann er í því að græða og græða. En segir svo við okkur krakkana eins og hann sé í einhverjum vandræðum:" Þið vitið ekkert hvað það er að vinna og þurfa að neita sér um nánast allt.

"Glætan.
Hann á næstum því hálft landið. Alla vega labbar hann um eins og hann eigi það. Ég neita því að þetta með mýslurnar hafi verið afbrigðilegt dæmi. Ég veit að ég er að verða svo meiriháttar góð manneskja á þessu mannræktardæmi. Það sjá allir. Þess vegna er verið stanslaust að gefa það í skyn að maður sé eitthvað afbrigðilegur. Við skulum bara athuga það að engin mistök urðu þegar ég ráðlagði Jóu vinkonu að veiða nokkrar fiskiflugur og hleypa þeim öllum sextán hundruð lausum í húsinu í leit að harðfiski. Það var eins og við manninn mælt.Það hurfu allir snögglega og Jóa átti með krökkunum mjög safaríka helgi verð ég að segja.

Vonandi verð ég
uppgötvuð snarlega.

Skrifað af: Jónu Rúnu Kvaran


Póstur til Jónu Rúnu

..