Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.

























     
Grín og gaman. Höfundur: Jóna Rúna
Þrællinn ég

Það er ekkert eðlilegt stressið hérna
heim þessa dagana, reyndar er oftast allt í flækju hjá okkur, nema ég er alltaf í góðu lagi eins og sést svo greinilega. Ég neitaði að vera afríkuþræll fyrir þetta lið meira og er steinhætt að þvo af okkur, enda er ég búin að slíta mér svo rosalega þetta árið á þvottinum. Við skulum bara athuga það að það er ekki heilbrigt, að láta gatslitinn ungling standa yfir þvottavélinni stanslaust, á meðan aðrir og dekraðri sleppa svona sparlega við að hreyfa á sér kjötið.

Maður skildi ætla að þetta lið
héldi bara að maður hefði ekkert merkilegra að gera einu sinni í mánuði en að skafa skítinn af fimmtíu kílóum af þvotti af sjálfum sér og um tíu kíló af öðrum, ef ekki meira og rúmlega það verð ég að segja. Ég bara fór í straff, enda var ég gjörsamlega að liðast í sundur eftir síðustu törn. Það sást svo greinilega. Þetta vanþakkláta lið er greinilega að reyna að koma mér í gröfina, það sjá allir.

Málið er að pabbi þessi unaður
er ekkert að flækja hlutina og þegar ég benti honum á, að nú væri komið að honum að redda hreinum nærbuxum yfir línuna, ákvað bara þessi tutta að taka meiraprófið á þvottavélina með það sama. Mamma er sem er geðsjúk útaf öllu, hélt að hann myndi þvo sjálfan sig í einni vélinni, ef hún stæði ekki gargandi yfir honum. Það eru allir fatalausir og ískaldir hér heima, þó gaurinn sé búinn að vera heim í viku, að dunda við þetta og allt náttúrlega vitlaust í vinnunni.

Þegar mamma sá að 10 blússur
höfðu horfið sporlaust, ásamt fimmtán buxum allt frá Canel, þá trylltist hún og gekk á gaurinn. Hvað haldið þið að hafi komið í ljós? Jú. Hann hafði lætt sér inní hin og þessi hús hér í Hrafnanesinu á morgnanna, með sársaukafullt augnaráð og sultardropa í nefinu og gellurnar buðust náttúrlega til að hjálpa njólanum og þvo tauið á meðan hann stæði við.

Hvað tappinn hefur raunverulega aðhafst
grunar mann svo innilega. Mamma trylltist, þegar hún sá geitina í næsta húsi í rándýrri blússu, sem hún sá svo greinilega að hún kannaðis við. Núna liggur hún í meiriháttar kasti uppí rúmi og grenjar og grenjar og gamli stauturinn er búinn að naga allar neglur bæði á höndum og fótum útaf stressi. Rosalega er guttinn eitthvað afbrigðilegur. Þoli ég þetta lið? Nei það er á hreinu, enda er ég að rólega að geðbilast.

Við skulum bara athuga það,
að þegar ég reddaði Jóu vinkonu frá að lenda á hæli vegna þvotta-þrælkunar. Hún kom bara pabba sínum fyrir við þvottavélina með svefnpoka, mat og allt og pinninn þvoði á met hraða, ekki bara hennar drasl, heldur seldi hún bekknum aðgang. Liðið hefur aldrei verið svona hreint í skólanum. Allir ajaxtengdir. Jóa er að verða búin að redda fari fyrir tvo á White Snake tónleika á Englandi, svo rosalega múruð er manneskjan orðin, síðan hún náði að tengja boltann við vélina.

Vonandi verð ég
uppgötvuð fljótlega.

Skrifað af: Jónu Rúnu Kvaran


Póstur til Jónu Rúnu

..