Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.

























     
Grín og gaman. Höfundur: Jóna Rúna
Megrunin

Lóa í næsta húsi kom grenjandi til okkar
í vikunni, vegna þess að þessi fúla pera hefur verið að grenna sig í ár og er farin að kvaka eins og gæs meirihluta sólahringsins. Það lá við að hún biti mig, svo reið var hún pælið í því. Málið er að síðan að Siggi maðurinn hennar komst í feitt í fyrra og næstum flutti að heiman með einni 17 ára, er þetta olíufat gjörsamlega aftengt og yfirruglað.

Mamma segir að Siggi
sé stanslaust að fara á bak við hana og skipti um píur eins og aðrir um þverslaufur. Þær eru búnar að vera að þróa saman megrunarkúr í ár, sem byggist uppá á lauk sem aðalfæðu. Ég aftur á móti reddaði þessu snarlega fyrir þær fyrir stuttu, enda má segja að friðhelgi heimilisins hafi verið ögrað gróflega, ef ekki bara allri götunni líka með laukátinu, svo geðveikislega lyktuðu þessar andfúlu rygsugur alla daga.

Fjölskyldan var að liðast í sundur.
Allir með lopapeysu fyrir vitunum þegar liðið var vakandi, svo rosalegur var fnykurinn. Ég varð því náttúrlega, að benda þeim á að betra væri að borða brauð í öll mál og haframjöl á milli, ef innyflin færu í kerfi. Ég er svo sem ekkert hissa á því, þó manneskjan grennist ekki, en sé farinn að kvaka og það heyrist svo greinilega fjaðraþytur í kringum hana, þegar hún vaggar um, enda er hún rólega að breytast í gæs, það er á hreinu.

Málið er að hún hefur greinilega misskilið kúrin
það var aldrei talað um að þær yrðu einu manneskjurnar sem versluðu í bakaríinu. Þetta er ekkert eðlileg græðgi. Ég meina, tólf brauð sagðist Sigga hafa gleypt einn daginn og mamma sjö. Ég var að tala um eins og fjóra brauðsneiðar og nokkur korn af haframjöli eiginlega í mesta lagi pakkann. Pabbi er yfir sig þreyttur á þessu kjaftæði um megrunarkúra, enda ekkert skrítðið, því þessi þykki en sæti títiprjónn sem stundum er eins og blöðruselur, er sjálfur og alltaf í grennslu.

Tappinn fór um daginn í gamalt lífstykki af ömmu,
sem allir héldu að væri tínt, en hann fann og faldi flóttalegur undir koddanum í marga daga, á milli þess sem hann tróð sér í það. Ég sá svo greinilega til hans, þegar hann þurfti síðast að troða sér í smókingfötin, til að komast á karlrembufund. Maður fær velgju af þessu liði. Það vanmetur gjörsamlega hæfileika manns. Ég veit ekki betur en Jóa vinkona hafi næstum liðast í sundur, þegar hún prófaði sama megrunarkúr og gat snarlega reddað fimm vikna fríi í skólanum, sem hún þurfti nauðsynlega að fá, enda manneskjan yfir sig þreytt.

Mamma hennar varð svo ógeðslega hrædd,
þegar hún bara eins og þynntist snögglega öll og leit allt í einu út eins og gróft karlmanns hár, sem hafði vaxið óeðlilega og teygst heldur betur á í falli frá höfði að tá. Jóa fékk fríið með það sama. Við megum bara þakka fyrir ef hún kemst í skólann næsta vetur, vegna þess að það gengur meiriháttar hægt að fita bjölluna.

Vonandi verð ég
uppgötvuð snarlega.

Skrifað af: Jónu Rúnu Kvaran


Póstur til Jónu Rúnu

..