Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.

























     
Grín og gaman. Höfundur: Jóna Rúna
Páskaeggin

Það má segja að ég sé mjög örvæntingarfull
þessa stundina vegna páskanna. Það er nokkuð ljóst að þessir Jóakimar hérna í Hrafnanesinu er sko ekkert að spá í það að það er bara ekki hægt að lifa helgina af án þess að fá eins og þrjú sæmilega stór páskaegg þetta kannski númer 8 eð 10 kannski svolítið stærra ef hægt er.

Það er sko alveg ljóst að Baddi bróðir fær egg
Hann er svo rosaleg sleikja drengurinn að maður fær í hælanna af velgju. Pælið í því í fyrra hringdi njálgurinn um allt fjölskyldubeðið og sagðist ekkert egg fá og með það sama má segja að það hafi fyllst allt eldhúsborðið af páskaeggjum sem þessi ömurlega padda átt svo og gaf náttúrlega engum. Ég veit vel að ég fékk í fyrra þetta tíu fimmtán egg en við skulum bara athuga það að afi á Grandanum gaf mér þau öll. Rosalega er guttinn tæpur á minni.

Ég get vel viðurkennt hér og nú

að ég er rólega búin að sitja þetta sjö fjölskyldur inní málið. Það eru bara komin sex páskaegg, enda er ég algjörlega að komast rólega að tapast. Ég finn svo innilega hvað ég er sár og eiginlega er ég við það að tapa heilsunni við þessa taugaspennu. Glæta eins og svona gamalt lið viti ekki að unglingar þurfa að liggja alla páskanna í súkkulaðinu, ef þeir eiga ekki að koma gjörsamelga dauðir í skólann eftir páskafríið.

Rosalega er ég annars búin að grenja út af þessu
í vikunni, en gamla geitinn segir bara að ég sé alltof stór til að páskaegg sé réttlætanlegt. Þessi peningaglóð eru náttúrlega tilfinningalaus það sjá allir. Pabbi þessi unaður er örugglega búin að fela eins og sjö stór egg í bílskúrnum og allt af því að hann ætlar ekki að missa af neinu. Svakalega munar annars litlu á ummálinu á honum og indverskum fíl það sést sko greinilega.

Gaurinn verður að sjá þetta fjóra til tíu málshætti
annars er árið ónýtt hjá hlúnknum. Svona njólar eins og hann ganga bara ekki upp ef þeir hvolfa ekki spábolla reglulega og hafa málshætti til að leiðbeina sér. Maður smellir sér bara í gossið ef þetta níska par lætur steikina ganga fyrir. Ég finn svo innilega hvað ég er eiginlega munaðarlaus. Það elskar mig örugglega enginn. Alla vega mjög fáir og alls ekki þetta lið hérna í heima. Glæta eins og ég er spes.

Við skulum bara athuga það
að í fyrra þegar Jóa vinkona var að fá geðsýkiskast vegna þess að það var ekkert páskaegg komið á skírdag handa henni leysti ég málið snarlega. Ég sagði henni bara að hoppa svona smá um íbúðina með gulan páskaunga á höfðinu og tísta ótt og títt. "Hvar er páskaeggið mitt?" "Ég er orðin svo þreytt á að standa?"

Liðið hélt að hún væri að flippa
og snaraðist út í búð með það sama og Jóa fékk svaka egg með þrem öðrum innan í, enda má segja að hún hafi staðið í ströngu við átið allt árið og ekki allt búið enn, enda Jóa með smá velgju oftast má segja. Vonandi verð ég uppgötvuð fljótlega.

Vonandi verð ég
uppgötvuð snarlega.

Skrifað af: Jónu Rúnu Kvaran


Póstur til Jónu Rúnu

..