Ţú ert ljósiđ
Fađir ég fel ţér vitund mína
og frjáls fer um forna slóđ.
Fegin finn ljúfa návist ţína
fara um sem elska góđ.
Í ljósi sem lýsir og sýnir leiđir
er loforđ sem aldrei bregst.
Guđ gefur og yfir sorgir breiđir
og grćđir allt og tekst.
Ţú ert ljósiđ og líknin sem gefur
og lyktar og brosir sem rós.
Í ţér er heimur sem ann og hefur
hurđ himna í hendi og ljós.
Höf: Jóna Rúna Kvaran
(Texti uppfćrđur 7.12.2013)
Kveđja (Til móđur minnar)
Fallin er hjartans fögur rós
og föl er kalda bráin.
Hún sem var mitt lífsins ljós
ljúfust allra er dáin.
Drjúpa hljóđlát tregatár
og tómiđ fyllir allt.
Ekkert sefar hjartasárin
í sálu andar kalt.
Ţögul sorg í sál mér nćđir
sár og vonarmyrk.
En Drottinn ćtíđ af gćsku grćđir
og gefur trúarstyrk.
Hnípinn vinur harmi sleginn
hugann lćtur reika.
Kannski er hún hinum megin
í heilögum veruleika.
Ţú ert laus frá lífsins ţrautum
og liđin jarđarganga.
En áfram lifir á andans brautum
ćvidaga langa.
Heimur bjartur bíđur ţar
og bráđum kem ég líka.
Ţá verđur allt sem áđur var
ef veröld finnum slíka.
Drottinn verndar dag og nótt
á dularvegi nýjum.
Aftur fćrđu aukinn ţrótt
í eilífđ ofar skýjum.
Ţú alltaf verđur einstök rós
elsku vinan góđa.
Í krafti trúar kveiki ljós
og kveđju sendi hljóđa.
Ort af: Jónu Rúnu Kvaran
|
Vonarkraftur
Stirđnuđ er fífilsins brosmilda brá
og brostinn er lífsins strengur.
Helkaldan grćtur hjartađ ná
ţví horfinn er góđur drengur.
Sorgmćdd sit viđ mynd af ţér
og sárt ţig ákaft trega.
Herrann helgur gefur mér
huggun náđarvega.
Tekinn var litríkur fífill frá mér
og ferđast einn um sinn.
Í kćrleiksljósi leita ađ ţér
og leyndardóminn finn.
Kyrrum klökkum tregarómi
kveđ nú vininn hljóđa.
Af sálarţunga úr sorgartómi
signi drenginn góđa.
Farinn ert á friđarströnd
frjáls af lífsins ţrautum.
Styrkir Drottins helga hönd
hal á ljóssins brautum.
Englar bjartir lýsi leiđ
lúnum ferđalangi.
Hefst nú eilíft ćviskeiđ
ofar sólargangi.
Vonarkraftur vermir trú
og viđjar sárar brýtur.
Ótrúleg er elska sú
sem eilífđinni lýtur.
Í Gjafarans milda gćskuhjúpi
gróa öll mín sár.
Međ sólargeisla úr sorgardjúpi
sendi ţér kveđjutár.
Ort til eiginmanns míns,
Ćvars R.Kvaran,leikara,
rithöfundarog lögfrćđings,
sem lést ţann 7.1. 1994
Ort
af: Jónu Rúnu Kvaran
|