Ţú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur ţykjir vćnt um ef ţiđ skrifiđ í gestabókina og segiđ ykkar álit á efni síđunnar.
























     
Ljóđ ort af Jónu Rúnu Kvaran
Vonarkraftur



Stirđnuđ er fífilsins brosmilda brá
og brostinn er lífsins strengur.
Helkaldan grćtur hjartađ ná
ţví horfinn er góđur drengur.

Sorgmćdd sit viđ mynd af ţér
og sárt ţig ákaft trega.
Herrann helgur gefur mér
huggun náđarvega.

Tekinn var litríkur fífill frá mér
og ferđast einn um sinn.
Í kćrleiksljósi leita ađ ţér
og leyndardóminn finn.

Kyrrum klökkum tregarómi
kveđ nú vininn hljóđa.
Af sálarţunga úr sorgartómi
signi drenginn góđa.

Farinn ert á friđarströnd
frjáls af lífsins ţrautum.
Styrkir Drottins helga hönd
hal á ljóssins brautum.

Englar bjartir lýsi leiđ
lúnum ferđalangi.
Hefst nú eilíft ćviskeiđ
ofar sólargangi.

Vonarkraftur vermir trú
og viđjar sárar brýtur.
Ótrúleg er elska sú
sem eilífđinni lýtur.

Í Gjafarans milda gćskuhjúpi
gróa öll mín sár.
Međ sólargeisla úr sorgardjúpi
sendi ţér kveđjutár.


Ort til eiginmanns míns,
Ćvars R.Kvaran,leikara,
rithöfundarog lögfrćđings,
sem lést ţann 7.1. 1994



   Skrifađ af: Jónu Rúnu Kvaran





Póstur til Jónu Rúnu

..