Þú ert gestur númer
Gestabók
Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.
|
|
|
|
Ljóð ort af Jónu Rúnu Kvaran |
Ljóð ort af Jónu Rúnu Kvaran
Frjáls til góðra verka
Feigðin kallar
eilífðin opnast
englar birtast
dauðinn heilsar
kaldur tekur.
Guð er nærri
allt er hljótt
þjáning hverfur
í armi drottins
líknar ljósið.
Himneskur friður
fullur kærleika
ylríkur sefar
einmana sál
á framandi slóðum.
Guð veri með þér
í nýrri framtíð
fjarri ástvinum
en þó svo nærri
í heimi andans.
Farðu frjáls
áfram veginn
til góðra verka
í eilífðarfaðmi
um aldir alda.
Ort til eiginmanns míns,
Ævars R.Kvaran,leikara,
rithöfundarog lögfræðings,
sem lést þann 7.1. 1994
Skrifað af: Jónu Rúnu Kvaran
Póstur til Jónu Rúnu
..
|
|