Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.
























     
Ljóð ort af Jónu Rúnu Kvaran
hryðjuverkaárásir, 11.9. 2001

Heimurinn syrgir og sárt er að sjá
sannleik svo ljótan og myrkan.
Harmakvein heyrast og vöknar Guðs brá
því horfin er sólin og birtan.

Dapurt er útlit og framtíð er dimm
dauðans er logandi bál.
Alsaklaus hlutu þau örlög svo grimm
og verðskulda öll okkar tár.

Harður er heimur og versnandi fer
heiftin vill allsstaðar ríkja.
Varnarlaus erum gegn illskunnar her
hatrið það verður að víkja.

Guð elskar alla og öll erum við
einmana, ráfandi sauðir.
Syndugum sýni hann miskunn og grið
er samvisku voru svo snauðir.

Biðjum nú bræður og systur sem eitt
að mennirnir hætti að berjast.
Biturra fordóma sverðið er beitt
í bardaga verður að verjast.

Sorgleg var árásin, siðspillt og kæn,
sem alþjóðasálina snart.
Lútum öll höfði og leiðumst í bæn
að frelsisins ljós skíni bjart.


15. September 2001
Skrifað af: Nínu Rúnu Kvaran





Póstur til Jónu Rúnu

..