Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.
























     
Ljóð ort af Jónu Rúnu Kvaran

Flökkuljóð    


Nr. 1
Við lifum að eilífu

Í einlægri von og vissu
vil ég senda þér óð.
Í dauða lifum við eilíf
í faðmi föðurelsku í trú.

Hvert spor er sönnun um líf
og svar úr óþekktum gátum.
Sérhver sál er ofin þrá og getu
sem nú sefur svefni löngum.

Hvert andartak er löngun og þrá
um ferð til föðurhúsa.
Þar sem englar opna dyr
og umvefja í gleðióði.

Í undrun nú finnur frelsi
hrífst af návist trega.
Hvert spor í sorg er sárt
en sigur í föðurríki.

Sept. 2009


Nr. 2
Tupac Týr

Fallegur, einlægur og opinn
og ofinn barnslegri trú.
Horfir bjartur og hlýr í von
á hönd sem gefur ást og yl.

Hvert andartak er sem lítið ljós
sem lýsir upp allt í ljóma.
Hnn gefur hamingju og gleði
hissa á öllu sem örvar.

Í honum er birta ofursæl
sem aðeins nær til vina.
Augum geisla björt sem bál
og biðja um vissuneista.

Hver veit hvert framtíð liggur
og hvert hans spor fara.
Augun vísa á vilja og styrk
á veg sem örvar og bætir.

Sept. 2009


Nr. 3
Ástin

Ástin fær líf í lofgjörð
lauguð fegurð og rósarilm
Í lotning lofa og bið i trú
að líti undrið brosandi við.

Hvert spor er sigur vonaróðs
sem elskan færir þeim.
Ef við horfum ástfangin til
himins í ósk og sólaryl.

Hvar sem elskan er og hrífur
hagsæld rís og höft dofna.
Þegar unaður umlykur heitur
efinn hverfur og vonin rís.

Í hita andataksins er óður
og ylrík vonarglóð ástar.
Að þiggja er eldskírn vissu
ef gleðin er ofin þrá.

Sept. 2009


Nr. 4
Gleðióður

Í gleðinni eru tónar hlýjuóðs
og andartak sem örvar.
Í hverju spori er hamingjuþel
sem hvetur og þrána vekur.

Án kátínu verður ofurkalt
og hvergi yl að fá.
Það er vissuvon í vinarþeli
sem vegferð hrífur.

Hver undraóður umofinn sigri
ýtir undir birtuglöð.
Öll vonardeyfð vikur í gleðióð
og vonir fylla hjartað.

Í gleðitómer gjöf sem gleður
og gefur sólarhlýju.
Hver þraut er eldskírn sem þrúgar
því gleðihljómur ómar.

Sept. 2009


Nr. 5
Ósk í trú

Í þögn ég þakka ákaft
þreytt á angri og ótta.
Hjá þér finn ást og hlýju
Himnafaðir trúr í von.

Hvert spor verður sigursælt
ef sný mér af afli að þér.
Þú gefur grið örmagna og lúnum
Gjafari alls sem lifir hér.

Í þér ást og lífandi yljar
er elska sem alder dvín.
Þú ert ljósið og líknin hlýja
loginn sem aldrei fer.

Hver von í trú tryggir afl
trausts sem örvar allt.
Ó, Faðir gefðu von og vissu
og vefðu mér að þér.

Sept. 2009


Nr. 6
Að elska

Að elska er unaður ástarþels
og opnar flestar funagáttir.
Hún örvar, gleður og umvefur
alla sem þrá og óska yls.

Hver snerting er dýrmæt dýrð
sem dvelur í opnu hjarta.
Að njóta sem unaðslindar Guðs
af ljúfum ástaróm tóna.

Að færa öðrum unaðssól yls
er undur sem aldrei dvín.
Allt í heimi ástar er dýrð
umvafin ljómandi stjörnum.

Það eru augnablikin sem örva
og ástarlogi kviknar.
Hver sál sem elskar er rík
af sigurtrú sem vex í funa.

Sept. 2009


Nr. 7
Vissa

Hvað er geta? Hvað er von?
Hver fer ögurstundin?
Birtan er fjarri, ekkert ljós,
ætíð deyfð í hjarta.

Að vera í sorg og finna frið
er ferð sem reynist erfið.
En lausn er þreytan og líknarþrá
lofsöngur án myrkurs.

Gleðin er altækt getumál
og gjöf sem yljar blítt.
Að brosa er bjartur birtuóður
sem bætir vonar- og sorgartón.

Ef í alúð er hrósað og örvað
hefur sorgin engann grið.
Það er milt og máttugt afl
ef mjúklega hörfa tár.

Sept. 2009


Nr. 8
Þrá

Í von og þökk til þín
þýða elskan mín
Af afli ég elska heitt
ástin ofurblíða.

Hvert spor er helgað þér
og hvergi er líf án þín.
Þú veist um verkin mín
vefur mér að þér.

Ef sólin skín og heillar hlý
sigur er í hjarta mér.
Þú gefur, eflir og elskar heitt
og átt allt í hjarta mér.

Þú ert allt er óska ég
og eilífa þrá ég ætla þér.
Hvar er líf án ástaróms
og afls sem elsku örvar?

Sept. 2009


Nr. 9
Á ferð

Ljós kveikir kraftaþel
kallar á vonarneista.
Ef við óskum en eflumst samt
orðin vantar tilgang.

Að hvetja og örva af ástúð
opnar lokaðar dyr.
Val er frjálst og fer um sál
á ferð um óskalendur.

Ef horft er til baka með hryggðartón
hvetur það oft til dáða.
Þegar farið er um fjarlæg stræti
er gæfan á næsta leyti.

Að finna frið fer öllum vel
í afli sem engin skilur.
Hver gæfuspor er gefur grið
gefur von í neyð.

Sept. 2009


Nr. 10
Trú í von

Í trú og vissu vona ég
og vil að eilífð vakni.
Það er Guð sem gefur ástarorð
og gleðin í bænarhjarta.

Að trúa tilveru óvissuóskar
í tíma efans er afl.
Við finnum í eilífðarörmum ró
opnum til að hrífa.

Hvert spor í trú er ofið eldi
og unaði sem yljar.
Í honum finnur hlýju og von
og hamingju gleðitóna.

Viljinn vex í trú á Drottinn
og vonir efla innri ró.
Það er happ að treysta honum
og hljóta loksins frið.
Sept. 2009


Nr. 11
Kveðja

Frjáls ert nú á friðarströnd
og farin jarðarklæðin.
Hvert þitt spor var vissuljós
á vegferð hafðir tilgang.

Allt er kalt og kyrrðin hljóð
kveður í trúarvissu.
Að sakna sárt er tengt vafa
og sálin tregar sárt.

Að finna söknuð og sorgarþel
er sorg mædd kvöl og pína.
Þú komst og kveiktir sigurljós
og kveðjan er því svona.

Að gefa öðrum yl og grið
í góðri trú er styrkur.
Af samúðarskyni hvattir
nýr sigur eilífðar er þinn.

Að vona og þrá í vissuvilja
verður allt að gleði.
Ef hrifin horfir í birtuyl
hagsæld örvar þjáða.
Sept. 2009


Nr. 12
Vaxtarkraftur

Ofin kærleik og krafti styrks
komin til að gefa.
Hver neisti yls er afl í nauð
og nálæg gefur góða.

Vonir miklar fá líf og lausn
ef loforð óska rætast.
Sorgin sár í myrkrið hverfur
og sagan verður önnur.

Í raunastyrk býr vaxtarkraftur
sem rekur illt á braut.
Neyðin er nálæg gleðiómi
ef nótan er spiluð rétt.

Gleðifróin er sæikarflóð sigra
sterk sem stjörnublik.
Að eiga trú, von og tilgang
er töfraljós sem skín.
Sept. 2009


Nr. 13
Ástin

Ástin örvar og óskir hvetur
ofin unaðsþrá.
Af elsku vex gleðiómur
og umvefur án orða.

Að gefa og vona í ástarloga
er auður sem aldrei dvín.
Ef þráin er sterk er gjöfin stór
og strýkur létt um vanga.

Í gleðistyrk eflist elskan
og efinn hverfur á bug.
Á leynistað léttist lundin
og loforð öll um stund.

Ótöluð orð svífa un hugann
og efinn leynist þar.
Án orða er ekkert sem örvar
en ástin breytir því.
Sept. 2009-11-18


Nr. 14
Gleðin gefur

Gleðin er gjafasól sem hrífur
og góð grípur þreytta.
Að finna og skynja ástarþel
er upphaf án krafna.

Kátína er kall til vondapra
og kveður orð til þurfandi.
Það er hlýja sem örvar alla
og upphefur þá sem vona.

Gleðin færir glóðartón
sem gefur þrá í hjörtu.
Njóttu þess sem frelsið færir
og fáðu að launum grið.

Fátt gleður meira en framtíð
sem flytur fjöll og kletta.
Að njóta gleðisöngva er gjöf
sem gefur allt sem þarf.

Sept.2009


Nr. 15
Að vaxa þrá

Að vaxa í von og kyrrðarþrá
er vilji ofinn ósk.
Í sólarljósi af sigurgleði
sjást vonir og fá líf.

Birtan sólslegin boðar líf
og bros í vondeyfð gefur.
Hvert lítið spor á lífsins vegi
er lán á kyrrðarslóðum.

Það er eins og allt sé ofurflatt
ef óvissa tekur hús.
Að horfa í ljósið logaslegið
er líkn sem þrána örvar.

Að gefa og þiggja er þarfavissa
og þakkarstyrkur gjafa.
Hvert spor í sólarflæði
sest og sigrar allt.

Sept. 2009


Nr. 16
Elska

Elskuþrá gefur engann grið
og eflir þrek í góðu.
Ef unað er vaknar vonarósk
og vefur sig um hjartað.

Ef finnur frið og trú svarar sálin
og sigur hvetur áfram.
Ef lánið og lofið er vissuofið
leikur bál um andann.

Það er gott að unna og gefa yl
góðum vin í raun.
Sælulof er svar sem hrífur
og sigrar allt og lofar.

Allt sem er elskuofið hvetur
og eflir rósarloga.
Ekkert er vonlaust sem virkar vel
og verst ef enginn veit.

29.sept. 2009


Nr. 17
Óskalind

Að vona og þrá vissuvilja
vekur upp vaxtarósk.
Ástin er gjöf gefin af þörf
gæfusöm ef unað er.

Í eldsbirtu er ljós sem logar
og ljúflega kveikir bál.
Hvert spor í ljósi lifir
ef sæluvissan logar.

Hvert líf verður hugljúft
ef hugsað í orðum.
Sálin vonar og vill heyra
vilja í óskaorðum.

Að trúa á elsku birtuauðs
eflir flest sem lifir.
Án undra óskalindar
er ekkert óður lífs.
Sept. 2009


Nr. 18
Léttir

Við þráum frið og fegin vildum
fúslega taka við.
Að ylja öðrum er líknarómur
ofinn tónarómi.

Skjól er næmi og vonin val
í vissu stjörnuofin.
Sólsleginn sigur gefur líf
skín í óskabirtu.

Lán er ljúfur undraóður
og léttur gefur líf.
Allt hvetur hugarró
og hlý vissan gefur.

Hver er gæfulega góðfús
sem grefur allt liðið?
Í létti logagylltum sest
lánið kemur fram.

Okt. 2009


Nr. 19
Gleðióður

Elskuþrá undur kveikir
og eflir og örvar andann.
Ef trúað er og treyst í gleði
töfrar græða allt.

Hlýja er kraftur kærleiksþýður
sem kalla vor yls.
Í vinarþeli og viskuglóð
vefur örmum glaður.

Sannleiksbirta gleði gefur
og gætir alls sem hvetur.
Ef gefið er í griðarsól
gagntekinn þiggur.

Gleðióður í góðleik
græðir gömul sár.
Ef það er af birtu og festu
þrúgar ekkert meir.

Okt. 2009


Nr. 20
Hvatning

Að finna að frjálslega er ofið
fer sem von um veika.
Það léttir lífið miður sterka
ef lán hvílir þreytta.

Í frelsi að leita góðra leiða
er ljós á sorgarvegi.
Í myrkri sárin sárt hvíla
og sársaukinn sem bíður.

Vonin er trúartákn tryggðar
og tíminn opnar leið.
Að finna frið í vonarvissu
er frelsi opinna arma.

Ef við látum ljós bál lýsa
og líknum öðrum í verki.
Verður allt falt vonar
vafið líknarfuna.

Okt. 2009


Nr. 21
Að vona og þrá

Í logasleginni raunagetu
eru rústir lævi blendnar.
Hver sál sem þráir þarfaeld
þverkallast við tárin.

Ótrúleg en erfið oft
er angist táratengd.
Að trega og finna frelsishljóð
er friður öllu æðri.

Hver sál sem óskar sigurþels
er sólofinn andi.
Að þrá birtuvon þreyttum
þarfakostur ofurgóður.

Að vilja og vona heitt
og vissu fá í hjartað.
Er líknarljós lærdómsríkt
lánað um tíma.

Okt.2009


Nr. 22
Frelsun nútíðar

Í ilm þess farna er angan
upphafin í fjarlægð.
Óskir sem lofa það liðna og gengna
fá líf í nútíð bjartri.

Að þrá og sjá í framtíð styrk
er sýn sem gefur von.
Allt fargengilegt fortíðartengt
er frelsisgjöf án kvaða.

Það er löngun fyrirgefningar sem líknar
og léttir þrautaþel.
Án fortíðar er engin framtíð
sem frelsast í nútíð.

Að trúa framtíð bjart er blessun
sem bætir liðinn tíma.
Þegar leitað er um langan veg
lifnar von í hjarta.

Okt.2009


Nr. 23
Hugarþel hugdirfsku

Án hugrekkis er fátt hvetjandi
og hugurinn tómur án orða.
Allt sem er falt og fáum gefið
er ferðalag um tíma.

Að örva og finna friðarhljóm
fer sem eldur um sálina.
Ef allt er án tækifæra og trúar
tómt t aflið sem hvetur.

Viss örvun er hvati hugarþels
sem hvetur sól í hjarta.
Hudirfska er hamingjuafl
og hvetjandi viska á hugann.

Að lofa vissu vonar er happ
sem vekur þrá hugans.
Ef vakinn er þörf vonarinnar
er vinarþel óskin.

Okt.2009


Nr. 24
Að þrá

Ef unaður hugfanginn hrífur
fer hugarþel í spurn.
Í unaðsátökum öflugum í yl
er undraóður kyrrðar.

Allt er bjart og hrifning altæk
og undurgóðar kenndir.
Hver fær skilað frelsisóm
fínofinnar elsku.

Að elska gefur gleðiþel
goðs sem örvar hlýtt.
Unaðsrós falla allt um kring
og efla ástir í hjarta.

Hver óskaóður er unaðsgjöf
sem er ofinn öllu í anda.
Ef gefin er elskusýn af afli
þá undraþrá fær líf.

Okt.2009


Nr. 25
Bæn

Í föðurnum finnur allt sem þarf
frelsi, vonarósk og styrk.
Himnastjörnur lýsa leið
i ljóshafi hvetja.

Alvaldur dvelur hlýr hjá
hverju óskabarni.
Ef allt þrýtur og þögnin skelfir
þýðlega Faðirinn yljar.

Drottinn gefur hollar gjafir
og góðverk metur mikils.
Gæfuarmur ofinn elsku
altækur frelsar og sefar.

Í Guði finnur frelsistóna
og fögnuð ofan ljósa.
Án Gjafarans helgu handar finnur
hugurinn engann frið.

Okt.2009


Nr. 26
Tryggð

Tryggðin er haf láns og léttis
ljúf sem eldsylur.
Hvert spor er lofuð sigurvon
og styrkur se heillar allt.

Ef vonleysi er nærri og vafi
vakir engin þörf.
Allir þrá að ekkert sé tapað
og óska eflir svörun.

Þegar horft er til hafsins tíma
hverfur fátt sjónum.
Að vilja og þrá vissuvon
er vonhyggja sem hrífur.

Tryggðartóm í tímasól
tjáir flest sem þarf.
Það er bálfín blessun og hlý
sem bætir tryggðarhjóm.

Okt.2009


Nr. 27
Væntingar

Von er löngun lituð af þrá
og lofuð í leit að óskum.
Uppskrýdd og innofin
áhrifavaldur þarfa.

Þrá og von leitar að visku
veittri af útvöldum.
Gæfugjöfum og góðhug
gefnum af umhyggju.

Væntingar og vermdaróskir
eru vegsamaðar af þrá.
Gjafir andas eru gleðiöfl
gulllituð af vonum.

Óskavilji er umgetinn
ylur og ljóseldur.
Hver þrá þakin væntingasól
er þarfaneisti óska.

Okt. 2009


Nr. 28
Hollusta

Loforð eru gjafir vina og vona
sem varðar tryggðarlíf.
Ef rósadýrð og reginhaf
rísa, fagnar leyndin.

Trúnaður veittur af velvild
vegur mikils í raun.
Þagnarhæfni og þarfavild
eru þýðingarvonir í sárum.

Heilindi eru rómur tryggðarþels
og trúnaðarvefur hollustu.
Að óska og trúa á hyggindi
tefur vanmátt.

Hollusta græðir hugarhöft
og hryggðin fellur í dvala.
Trúfesta er tryggðartónn
táknrænn og hvetjandi.

Okt. 2009


Nr. 29
Happ

Lán er lífsgjafi sem hvetur
og lofar happ og von.
Ef lánstónn örvar löngun
fær lífið annan blæ.

Lukkuvaki er lýsandi afl
og ljósofinn hvötum.
Ef góðraöfl gleðja þurfandi
er gæðaóskin von.

Gæfuóskir láns fá gefið
gullslegna orku.
Í láni felst logaörvandi
lífssjóður auðs.

Happavon er hvetjandi og styrkir
hamingju og velgengni.
Allt lán vísar veg gæfu
og verndar frá neyð.

Okt. 2009


Nr. 30
Þarfir

Þarfir eru óskavonir þess
sem þorir væntingar að lýsa.
Drauma drífa getu óska
áfram án árangurs.

Óskir um væntingagetu verma
og vonarvissu fær líf.
Vonhvetjandi viskulindir
vekja upp þrár.

Væntingar og vonneistar efla
og eru vorhugur þarfa.
Þarfasjóður eflist ef þráð er
um auðvissu vona.

Þrár í raun vegna vona
vekja væntingar.
Að efla þarfir og þrá vonir
þykir óskaörvandi.

Okt. 2009


 

Skrifað af:
Jónu Rúnu Kvaran


Póstur til Jónu Rúnu

..
New Page 1