Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.
























     
Ljóð ort af Jónu Rúnu Kvaran
Ort til Sophiu systur minnar

Huggun

Á liðnum sorgarárum hefur líknarviljinn
litast af tregabænum kvíðastirnds ákalls.
Í ranglætisskýjum hefur ráðvillt í tárum
reikað af trúarþeli í náðarskjóli þreyttra.

Í skýjum armæðu í ógnarótta syrgir missi
og þokuvíl fylgir kvíðaspori vondeyfðar.
Af veikum vilja kærleika opinberast trú
á hamingjuelda í vonarglóð örvæntingar.

Í grátklökkum og skuggaprýddum harmi
lýsir giftuleysi upp stjörnusnautt myrkrið.
En í djúpu hjartasári dvín vissa lausnar í
deyfð birtuvana hryggðarsólar vonleysis.

Andinn þjakaður hvílist í þokubökkum
þjáninga gleðisnauðum sökum vélráða.
En guðleg næring örvar með ástríðuhita
og sviptir vansæmdarhulu uppgjafar frá.

Á stundum neyðar í staðfastri trú ákallar
Almáttugan Guð sem umvefur af gæsku.
Í kærleika og kraftaverkavissu Drottins
kalin sál í náðarfaðminn snýr aftur heim.

Höf. Jóna Rúna Kvaran


Póstur til Jónu Rúnu

..