Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.
Útvarpsþáttur Jónu Rúnu Kvaran
Á nótum vináttunnar
Höfundur: Jóna Rúna Kvaran.
Flutt: 18.04.1991
Komið þið sæl!
Það er nú heldur skemmtilegt að vera til þessa daganna
og virkilega njóta þess eins og ég hef svo sannarlega
gert það, þó að ég vilji ekki segja í hverju það liggur
þrátt fyrir að ég hugsi oftast upphátt. Auðvitað er
eitt og annað, sem setur mörk sín á þessa annars ágætu
tilveru okkar allra, en fátt svo yfirþyrmandi að það
taki því yfirleitt að gera sér ýkja mikla rellur útaf
því.
Við sem hlökkum til sumarsins
eru víst mörg og ekki af
ástæðulausu, því það er sá tími náttúrunnar, þar sem
flest fær aukið líf og mannfólkið er ekkert undanskilið.
Hver kannast ekki við setningar sem þessa" Ég hlakka
svo til í sumar og þó mest til að slaka á í sumarfríinu og láta mér líða virkilega vel." Ánægjulegt
viðhorf til sumarsins, sem best væri að væri einfaldlega í huga okkar allan ársins hring, þannig að í
okkur sjálfum væri eins konar sumar, sem með il sínum
og birtu gæfi lífi okkar og annarra aukið gildi.
Sólin er kannski það lífsafl sem sterkast er
í náttúrunni yfir sumarmánuðina og við svo sannarlega fögnum
hlýjum og örvandi geislum hennar hvar sem hún skín. Ef
við íhugum sólina og gildi hennar fyrir þessa annars
ágætu veröld okkar allra, uppgötvum við fljótt, að án
hennar tilkomum fengi náttúran ekki á sig þann blæ,
sem hrífur okkur mest og eykur fjölskrúðleika hennar
fyrir utan hvað við yrðum leið ef sólarinnar nyti ekki
við.
Ef við sjálf tækjum sólina sem viðmiðun
og gerðum
okkur sjálf að einhvers konar sólum hið innra, er
alveg víst að minna yrði um alls kyns misklíð og
öfugstreymi í mannlegum samskiptum.
Sólin er nefnilega í innsta kjarna sínum uppbyggjandi
jákvætt afl og lýsir veröldina því upp með umvefjandi
geislum sínum, auk þess sem hún yfirskyggir skuggana í
háloftunum. Við sem þráum betri kjör allra og jafnvægi
í mannlegu samfélagi vitum, að það er nefnilega nóg
af alls konar skýjum og skuggum í mannlegu eðli.
Okkur leiðist þannig veðurfar í náttúrunni sjálfri og
viljum víst fæðst, að þannig ástand sé viðloðandi
okkar annars ágætu sálir eða með öðrum orðum innra líf
okkar. Af þessum ástæðum er hyggilegt að íhuga möguleikann á að temja sér það atferli sem felur í sér
andlegt sólskin í flestum tilvikum.
Ef við viljum vera nokkurs konar sólir
í lífi sjálfra okkar og annarra er ágætt að temja sér sem jákvæðasta
hugsun að staðaldri og vinna sem næst kærleikshvetjandi lífsviðhorfum, í öllu því sem tengist
athöfnum okkar og lífsvilja og hana nú.
Eins og þið munið þá var alls ekki meiningin að fjalla
nema á sunnudögum kl. 19 um kærleikshvetjandi þætti
tilverunnar, en málið er að ég get bara ekki horfið
alfarið frá þessu frábæra umfjöllunarefni. Ég mun því
að sjálfsögðu lauma því inní stuttan inngang á undan
gesti eins og ekkert sé eðlilegra á næstunni. Í von og
trú á að við íslendingar eignumst smátt og smátt í
lifandi fólki yndislegar geislandi sólir, sem
virkilega verða blessunarríkar fyrir það sjálft og
samferðarfólk þess.
Barnalegt viðhorf og einlægt,
en býsna skynsamlegt
vegna þess, að án þessara mögulegu mannlegu sóla
verður allt mannlíf svo undur kalt og ógnvekjandi, auk
þess að bera í sér dapurleika sem engin kærir sig um.
Við þrífumst nefnilega best í mýkt og mildi þess
persónulega með ákveðin styrk þegar það á við og af
gefnu tilefni.
Í kvöld var ég svo heppin
að fá í spjall við mig
sérlega áhugaverða konu, sem virkilega hefur og villÜl
berjast fyrir þeim, sem ekki geta varið sig sjálfir
eins og á við um alla málleysingja. Þetta er Guðrún
Ragnars Guðjónsen formaður hundaræktarfélags íslands.
Mikil baráttukona sem hefur unnið ötulega, að framgangi og velferð t.d. Íslenska hunda stofnsins honum
til verndar, ásamt því að hafa fastmótaðar skoðanir á
einu og öðru tengdu lífinu og tilverunni almennt. Það
verður örugglega forvitnilegt að kynnast sjónarmiðum
hennar.
Guðrún er komin í hús
og á meðan hún kemur sér fyrir
ætla ég að spila tónlist, sem ég vona að sé henni að
skapi. Guðrún er nefnilega mjög hrifin af flestu sem
tengist jazzi og þess vegna hef ég valið af kostgæfni
þannig tengda sveiplu í tónlist kvöldsins, þó
vafalaust megi deila um árangurinn.
Eins og flestir vita er þetta ný þróun
hjá mér svo vel
má vera að ég skjóti dálítið framhjá og við jazzinn
blandist eitt og annað, sem þó er að sjálfsögðu skylt,
en þó mögulega nokkuð fjarskylt, en þá er bara að muna
að viljinn var góður og ég reyndi svo sannarlega að
láta þetta ganga upp. Ég held þó að einhver sérkennileg létt afbrigði séu betri fyrir byrjendur eins og
mig svo ég bara létti þetta snarlega svolítið upp að
sjálfsögðu.
Vonandi verða strákarnir á Aðalstöðinni
ánægðir með
nemanda sinni, sem er að rembast við að eflast í trú
sinni á mikilvægi sveiplunnar með trega þó. Ég veit að
þeir verða það, þegar þeir heyra hvað ég er metnaðargjörn í vali á tónlist, sem ég botna varla í, en umber
þó furðuvel eftir atvikum, en reyndar bara stundum.
P.S Ég fer alveg í kerfi ef Guðrún verður ekki hrifinn
og þá kemur fyrsta lagið elskurnar.