Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.
























     
Útvarpsþáttur Jónu Rúnu Kvaran
Á nótum vináttunnar

Afbrýðisemi
Eitt og annað hefur verið fréttnæmt á síðustu vikunum og sumt þess eðlis að vart er hægt að trúa því svo vel fari. Við sem mikið verðum að sitja heim vegna eins og annars sem situr okkur hömlur erum kannski gjarnari á að notfæra okkur þjónustu fjölmiðlanna en þeir sem hafa óskerta hreyfimöguleika. Á dögunum heyrði ég sagt frá manni sem er enskur og er í miklu andlegu öngþveiti þessa daganna vegna þess að umræða hefur skapast opinberlega um rétt þeirra barna sem fæðst hafa með tilkomu sæðisgjafa en þessi aumingjans maður er einn af öflugustu sæðisgjöfum Englands á þessari öld.

Ef umræðan kemst á það alvarlegt stig
að líkur reyndust á að með lögleiðingu væri hægt að gera manninn beint eða óbeint ábyrgan fyrir öllum þeim börnum sem rekja mæti til hans sem sæðisgjafa er hætt við að hann ætti ekki sjö dagana sem afleiðing af því. Sannleikurinn er nefnilega sá að á námsárum sínum hafði þessi maður verið í fjárhagskröggum og verið bent á að hann væri bæði vel kynjaður og reyndar nánast hinn fullkomni maður hvar sem við hann var talað og á hann litið.

Þetta var mikil freisting
fyrir ungann mann sem ekki átti ofan í sig eða á enn langaði til að mennta sig og verða mikilsvirtur í samfélaginu svo hann sló til en fylltist græðgi og seldi sæði sitt um allt England. Nú er þessi elska orðinn mektarmaður og nokkuð áberandi í þjóðfélaginu og mannorðið náttúrulega á barmi glötunar ef að lögunum verður. Ef við látum ímyndunaraflið leika lausum hala eitt augna blik er ekki fráleitt að sjá fyrir sér um tvö hundruð manna skrúðgöngu í ungra manna og kvenna að kvöldlagi ganga hljóðlega en ákveðin að húsi pabba gamla í leit að uppruna sínum.

Aumingja maðurinn yrði að sættast á
að sinna þeim öllum miðað við þarfir þeirra ef til kæmi að lögin yrðu að veruleika. Í dag á þessi áhugaverði fimm hundruð barna faðir afbrýðisama konu og nokkur afbrýðisöm börn með henni sem loga af ónotum og óöryggi um rétt sinn gagnvart þessum börnum sem maðurinn gaf líf á skóla árum sínum. Hætt er við að vart þurfi að efast um að geðheilsu mannsins er teflt í tvísýnu með þessu öllu saman og óvíst hvort nokkur fengur er í því fyrir börnin fimmhundruð að leita réttar sín gagnvart honum og kerfinu þó möguleiki gæfist fyrr eða síðar á slíku.

Viturlegra hefði verið
fyrir blessaðan drenginn að gæta betur að hugsanlegum afleiðingum af þeirri gullnámu sem leyndist í kynkirtlum hans á árum áður og leysti allan hans veraldlega vanda á námsárunum. Á Englandi eru ýmsar aðra vangaveltur í gangi t.d. er haft eftir biskup einum hvort ekki væri ráðlagt að leyfa fjölkvæni ef vera kynni að með því frjálsræði drægi aftur á móti úr lauslæti og öðrum því sem ýtt getur undir sjúkdóma og siðleysi með þjóðinni. Ef að þessu verður er ekki ósennilegt að nokkrir íslenskir karlmenn og konur tækju hatt sinn og staf í hasti og færu með næsta togara yfir hafið á vit fjölskrúðugra ævintýra og fagurra karla og kvenna sem seinna yrði svo gengið í eina sæng með eða tíu eftir atvikum.

Af mér er það helst að frétta
að ég er sögð hrjóta svo mikið að heimilisfastir hafa fundað stíft undan farið hvert með öðru í von um að einhver viðunandi lausn fyndist fyrir vikulokinn á endalausum vökum þeirra af mínum völdum. Ekki er óvitlaust að skjóta því að hlustendum að ef þeir óska eftir kostgangar sem hrýtur er ég til reiðu því hætt er við að þessar fjölskyldu ráðstefnur séu ekki mér í hag.

Til viðbótar við þessar fréttir
af mér hefur heyrst að ef hrotunum ekki linni, sé ekki óvitlaust að óska eftir aðstoð heilbrigðisyfirvalda og jafnvel hefur verið talað um að koma mér fyrir í tjaldstæðinu í Laugadalnum innan um útlendinga og heimilislausa ketti og þá bara á nóttunum því¡ég er yndisleg vakandi segja heimilisfastir. En hvað sem öllum mínum erfiðleikum líður er örugglega óvitlaust að hlusta á gott lag mér til uppörvunar eins og svo oft áður.

Guð gefi ykkur góða nótt

Fara efst á síðu


Póstur til Jónu Rúnu

..