Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.

























     
Grín og gaman. Höfundur: Jóna Rúna

Hallgerður og nýársvandræði

Það er alveg á hreinu,
að ég flyt að heiman um áramótin ef ráðin mín verða ekki notuð. Mamma er búin að gera allt brjálað hérna heima, með því að bjóða Tótu frænku í Breiðholtinu í mat á gamlársdag og afa á Grandanum líka. Við skulum bara athuga það, að síðan Óli kærastinn hennar Tótu frænku sást klípa í lærið á tengdamömmu herfunnar sem býr á neðri hæð­inni hjá þeim hefur Tóta gengið með leikhúskíki á sér gjörsam­lega óð af afbrýði.

Það vita náttúrlega allir,
að afi á Grandanum er hættu­­lega kvensamur, eiginlega kynóður myndi ég segja. Eins og þjóðin veit svo greinilega, þá fara allir inná alla um tólfleytið og ef við eigum ekki að flippa endanlega hérna heima, þá verður meiriháttar mál að gulltryggja það, að þessir kvennabósar týnist ekki. Það verður að plana stórt núna, það er sko á hreinu. Pabbi og mamma verða að flytja úr Hrafna­nesinu ef þeir finnast svo kannski eins og um síðustu áramót á nýársdag heima hjá systrum sem búa hérna í götunni.

Þessar laus­látu sogskálar
bókstaflega býða eftir að strákarnir láti sjá sig eftir miðnætti einu sinni á ári. Það sleppur enginn frá þeim fyrir en í fyrsta lagi daginn eftir. Þær eru svo rosalega aðþrengdar, enda hafa þær engan séns þar á milli það sjá allir. Önnur er með vörtu á kinnbeininu á stærð við meðal tungl og hin er svo greinilega með skeggrót, alla veganna er eins og hún sé með svartan tvinna allstaðar á hökunni.

Þessar lúmsku pipar­bjöllur
standa eins og tveir sakleysingjar útiá tröppum með stjörnuljós frá klukkan átta til að missa ekki af neinu. Mamma lofaði Tótu, þessari moldvörpu, að ég og pabbi myndum vakta Óla allt kvöldið ef hún kæmi. Maður finnur svo innilega tilætlunarsemina í þessari ofdekruðu geit. Best væri og minnst þreytandi fyrir okkur pabba, ef við eigum ekki að deyja hægum dauðdaga, að spila af kassettu smá upp­lýsingar fyrir þessa bósa, sem gefa til kynna hvað býður þeirra, ef þeir voga sér út.

Maður tekur sko enga sénsa fyrir svona geðsjúkt lið.
Ég fæ velgju ef ég sé þá.Báðir með hárkollu takk. Við skulum bara athuga það, að þegar Jóa vinkona þurfti einu sinni á gamlárskvöld að vakta pabba sinn af sömu ástæðum, þá sagði ég henni bara að gleyma því og láta bara tæknina vinna fyrir sig. Guttinn er svo rosalega móðursjúkur, að hún keyrði hann í rúmið á innan við korteri, eftir að hafa sett í gang kassettutæki með nokkrum sæmilega háværum hvellum og smá af grunsamlegum karlmannsskrækjum með.

Það fór ekki á milli mála
að sá á bandinu hafði orðið fyrir grófu áreiti af konu, sem var svo greinilega siðlaus. Halli bróðir Jóu gargaði þetta inná á kassettu sem hún spilaði stöðugt:" Ég er búin að missa heyrnina.Ég finn hvergi annan þumal­puttann.Ég er búin að vera. Náið í sjúkrabíl í hvelli.Ég er dáinn, ég finn það svo greinilega." Nú það var ekkert mál að halda tappanum heima alla nóttina. Hann ætlar ekki á fætur oftar um áramót. Vonandi verð ég uppgötvuð fljótlega.

Skrifað af: Jónu Rúnu Kvaran


Póstur til Jónu Rúnu

..