Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.

























     
Grín og gaman. Höfundur: Jóna Rúna
Erfðaskráin

Já. Ég sagði þessum bolta að böggast í burtu,
þegar hann kom með þessa erfðaskrá til mín um daginn. Glætan. Hann er fáviti. Eins og ég geti á brúðkaupsdaginn notað sem hárnet moldlegið "grásleppunet" síðan um aldamótin, eins og pinninn óskar eftir í skránni. Baddi bróðir þessi fáránlegi sjálfssvelti sjúklingur fylltist græðgi þegar hann sá erfðaskránna og bað mig um að biðja pabba að gefa sér netin. Ég meina ef gamli njólinn ætlar að arfleiða mig af einhverju, af hverju þá ekki húsinu á Flórída.

Nei, nei, það má ekki,
enda ætlar hann að nota það sjálfur bæði hérna megin og hinu megin, greini-lega.Glætan. Eins og það sjái ekki allir í gegnum svona hrikalega lúmsku. Hann heldur að ég falli í stafi yfir þessum grásleppunetum sem hann sjálfur erfði eftir ömmu sína og hefur notað sem flugnanet einmitt út á Flórída.Sénsinn. Ég ætti ekki annað eftir en að nota grámyglað grásleppunet sem höfuðfat á brúðkaupsdaginn, bara af því að amma gamla naut þess að gera það.

Manneskjan var með svo mikið hár
að hún gat auðveldlega dressað sig upp með því. Meira að segja dugði það í sokka á geitina á sama tíma. Svo rosalega langt var það. Ef hún átti að sjást á brúðkaupsdaginn þá varð hún að nota netið. Glætan. Ég hef sáralítið hár síðan ég var látin labba stanslaust í skólann í fyrra. Baddi þetta ógeð ætlar örugglega að reyna að veiða hafmeyju eða eitthvað í netið. Hann er ekkert eðlilega kynsjúkur gaurinn.

Mamma veit allt um málið
og sagði við gamla boltann að hann skildi ekki voga sér að geyma netið í húsinu og gjöra svo vel að dysja gripinn. Peran heldur að liðið hérna á Nesinu haldi að við séum komin af helstu höfðingjum landsins.Ég meina geitin segir að við séum náskyld meiriháttar dæmi á þinginu. Hún veit svo innilega, að ef við svo mikið sem orðum þetta með grásleppunetin, þá getum við gleymt því að hafa einhvern tíma átt kost á að ganga framhjá genginu í götunni, án þess að þurfa að skammast okkar.

Sénsinn.Aðvitað er ég ekkert smituð
af svona rosalegu snobbi.Ég meina við erum ekki eina fyrirverandi verkafólkið á Nesinu. Ég get ekki búið með þessu pakki. Það er svo innilega afbrigðilegt. Vonandi fæ ég farið til London eins og hinir krakkarnir í götunni. Ég meina við ætlum bara í sæmilega stóran hamborgar og franskar í London. Við fljúgum náttúrlega heim strax eftir matinn. Nei, sésninn. Maður fær ekki tíkall í svona ferð, en á sama tíma er verið að plana arf á höfuðið á manni.

Við skulum athuga það
að þegar Jóa þurfti hundrað þúsund kallinn um daginn var nóg fyrir hana að rétt nefna það. Gamla settið heima hjá henni vill ekkert vesen og gatan má ekki heyra neitt ósæmilegt frá húsinu, nema þá kannski ríflegt rop eða í mestalagi smá prump.Jóa hótaði bara góðu gargi og stóru aukaprumpi, ef hún fengi ekki seðilinn snögglega.

Vonandi verð ég
uppgötvuð snarlega.

Skrifað af: Jónu Rúnu Kvaran


Póstur til Jónu Rúnu

..