Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.

























     
Innsæis-speki Jónu Rúnu

Aðgát í samskiptum


Það er mikils virði
að við gætum að okkur í samskiptum. 'I raun er aldrei of varlega farið hvað aðgát og eftirtekt snertir. Vissar aðstæður í lífi okkar og tilveru eru með þeim hætti að þær geta komið illa við okkur tilfinningalega og sálrænt. Þegar það gerist getur okkur þótt erfitt að halda í horfinu stillingu okkar og hugarró.

Best er m.a. í ástandi örðugleika
að við venjum okkur á það að íhuga allt sem hendir okkur og kemur okkur á óvart af varfærni og þolinmæði áður en við bregðumst við því. Fljótfærnislegar ákvarðanir og vanhugsuð viðbrögð við því sem veldur okkur áhyggjum og vanlíðan eru óæskileg. Það er miklu líklegra að við getum greitt úr þeim flækjum sem við eigum að greiða úr ef við erum yfirveguð og stöðug í hugsun og athöfnum. Við eigum flest, ef þannig vill til, auðvelt með það að missa stjórn á skapsmunum okkar og hegðun.

Stjórnlausir einstaklingar
áorka ekki ýkja miklu. Við sem þannig erum lendum sífellt í vandræðum vegna þess arna. Við þurfum einmitt á auknum aga að halda og verðum að endurskoða mikilvægi þess að það skiptir máli að geta stjórnað skapsmunum sínum rétt við sem flestar aðstæður. Við verðum að þessu leyti að kunna fótum okkar forráð. Ágætt er að við venjum okkur á að vera nærfærin í allri framgöngu og að við séum ekki að íþyngja hvert öðru með óþarfa vanstillu og frekju.

Það koma þær stundir
í lífi okkar allra sem eru þess eðlis að við þurfum á því að halda að aðrir umgangist okkur af alúð og hlýju.Við eigum mun auðveldara með að takast á við vonbrigði og fyrirstöður ef við finnum fyrir velvilja og hlýju þeirra sem eru í kringum okkur eða verða óvænt á vegi okkar. Hyggilegast er að við látum ekki okkar eigin vanda ef einhver er gera okkur hryssingsleg og fráhrindandi við þá sem mæta okkur.Fæst okkar falla fyrir þeim sem eru tillits-lausir og ógætnir í samskiptum.

Varhyggð er eftir-sóknarverð
vegna þess að hún virkar vel og uppbyggilega á okkur sjálf og aðra. Varasemi veldur ekki sundrung og ókyrrð í fólk heldur þvert á móti eflir hún jákær samskipti og leysir úr læðingi vellíðan og bjartsýni. Það er því eftirsóknarvert keppikefli fyrir þau okkar sem kjósum að ná árangri í samskiptum að við séum stillt og gætin en ekki ókyrr og óvarkár í öllum þeim samskiptum sem við eigum í heima og heiman.

Við styrkjum okkur
sem manneskjur ef við æfum okkur í því að vera aðgætin og varkár við sem ólíkastar aðstæður og af mismunandi tilefnum. Höfnum því þeim vandræðagangi sem óvarkárni og tillitsleysi valda okkur en styrkjum í þess stað í skaphöfn okkar þá þætti sem eru umluktir gát og varhug. 'Irafár og óþol eiga hvorki rétt á sér í samskiptum okkar við þá sem okkur eru kærir eða óviðkomandi. Aðal okkar á m.a. annars að vera jágjörn og velviljuð framkoma sem er umfram allt er hlaðin gætni og aðgát.


Póstur til Jónu Rúnu


.